Categories
Fréttir

Af framboðsmálum hjá Framsókn

Fjögur kjördæmissambönd Framsóknar hvaða ákveðið aðferð við val á framboðslista. Í öllum tilvikum verður öllum flokksmönnum í hverju kjördæmanna boðið að taka þátt, þ.e. öllum skráðum flokksmönnum 30 dögum fyrir valdag. Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi verða með lokuð prófkjör en póstkosning fer fram í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Samstaða var mikil í öllum kjördæmunum um aðferð við val, tillögurnar voru í öllu tilvikum samþykktar með yfir 90% atkvæða á kjördæmisþingunum.

Deila grein

15/02/2021

Af framboðsmálum hjá Framsókn

Kjördæmasambönd Framsóknar hafa ákveðið aðferð við val á framboðslista. Í fjórum kjördæmum verður öllum flokksmönnum boðið að taka þátt, þ.e. öllum skráðum flokksmönnum 30 dögum fyrir valdag. Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi verða með lokuð prófkjör en póstkosning fer fram í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Í Reykjavík verður uppstilling og framboðslistar afgreiddir á aukakjördæmaþingi.

Samstaða var mikil á kjördæmaþingunum um aðferð við val, tillögurnar voru í öllu tilvikum samþykktar með yfir 90% atkvæða. Samandregið þá eru framboðsmál flokksins með þessu hætti:

 • Í Norðvesturkjördæmi fer fram póstkosning og munu valdagar standa frá 16. febrúar til og með 13. mars 2021.
  • Kosið verður um fimm efstu sætin.
  • Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag póstkosningarinnar eða fyrir miðnætti laugardaginn 16. janúar 2021.
  • Framboðsfrestur rennur út mánudaginn 1. febrúar klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir valdag.
 • Í Norðausturkjördæmi fer fram póstkosning og munu valdagar standa frá 1. mars til og með 31. mars 2021.
  • Kosið verður um sex efstu sætin.
  • Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag póstkosningarinnar eða á föstudaginn 29. janúar 2021.
  • Framboðsfrestur rennur út sunnudaginn 14. febrúar klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir valdag.
 • Í Suðurkjördæmi fer fram lokað prófkjör laugardaginn 10. apríl 2021.
  • Kosið verður um fimm efstu sætin.
  • Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag lokaðs prófkjörs, fimmtudaginn 11. mars 2021.
  • Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 26. mars klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir valdag.
 • Í Suðvesturkjördæmi fer fram lokað prófkjör laugardaginn 8. maí 2021.
  • Kosið verður um fimm efstu sætin.
  • Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag lokaðs prófkjörs, fimmtudaginn 8. apríl 2021.
  • Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 23. apríl klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir valdag.
 • Í Reykjavík er fram uppstilling og aukakjördæmaþing 24. mars mun afgreiða tillögur að framboðslistunum. Uppstillingarnefnd skal skila framboðslistum fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður eigi síðar en 10. mars til stjórnar KFR.

Alþingiskosningarnar munu fara fram laugardaginn 25. september 2021.

Hér má nálgast framboðsreglur Framsóknarflokksins.

JANÚAR

 • 16. – kjörskrá lokar á miðnætti fyrir póstkosningu í Norðvesturkjördæmi.
 • 29. – kjörskrá lokar á miðnætti fyrir póstkosningu í Norðausturkjördæmi.

FEBRÚAR

 • 1. – framboðsfrestur rennur út klukkan 12 á hádegi fyrir póstkosningu í Norðvesturkjördæmi.
 • 14. – framboðsfrestur rennur út klukkan 12 á hádegi fyrir póstkosningu í Norðausturkjördæmi.
 • 16. – kjörstjórn sendir kjörseðla út í Norðvesturkjördæmi, fyrsti valdagur.

MARS

 • 1. – kjörstjórn sendir kjörseðla út í Norðausturkjördæmi, fyrsti valdagur.
 • 10. – kjörskrá lokar á miðnætti fyrir lokað prófkjör í Suðurkjördæmi.
 • 13. – póstleggja skal atkvæðaseðla í síðasta lagi til kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, síðasti valdagur.
 • 24. – aukakjördæmaþing í Reykjavík mun afgreiða tillögur að framboðslistunum í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður
 • 26. – framboðsfrestur rennur út klukkan 12 á hádegi fyrir lokað prófkjör í Suðurkjördæmi.
 • 31. – póstleggja skal atkvæðaseðla í síðasta lagi til kjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, síðasti valdagur.

APRÍL

 • 8. – kjörskrá lokar á miðnætti fyrir lokað prófkjör í Suðvesturkjördæmi.
 • 10. – lokað prófkjör í Suðurkjördæmi, frá kl. 10.00-18.00.
 • 23. – framboðsfrestur rennur út klukkan 12 á hádegi fyrir lokað prófkjör í Suðvesturkjördæmi.
 • 23.-25. – 36. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA

MAÍ

 • 8. – lokað prófkjör í Suðvesturkjördæmi, frá kl. 10.00-18.00.

SEPTEMBER

 • 25. – alþingiskosningar.