Categories
Fréttir

Af fyrstu dögum þingsins

Deila grein

16/09/2015

Af fyrstu dögum þingsins

SIJSigurður Ingi Jóhannsson,  sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra:
Í heildina litið eru útgjöld til sjávarútvegs-og landbúnaðarmála rúmir 20 milljarðar. Þar inni er rekstrarkostnaður ráðuneytisins rúmlega 800 millj. kr.
Fyrst ber að geta þess að gert er ráð fyrir tæplega 1.800 millj. kr. fjárveitingu til haf- og vatnarannsókna, rannsókna- og ráðgjafastofnunar sem komið verður á fót á grunni Veiðimálastofnunar og Hafrannsóknastofnunar.
Þá er einnig lagt til að veitt verði tímabundið 80 millj. kr. framlag til næstu fimm ára til verkefnis sem kallað erMatvælalandið Ísland. Þetta er uppbyggingarverkefni til þess að taka á því meðal annars, eins og rætt var hér áðan, að vaxandi fjölda ferðamanna í heiminum velur áfangastað vegna matarmenningar og upplifunar sem tengist mat með einum eða öðrum hætti.
Sem uppbyggingarverkefni til næstu ára er einnig lagt til að 25 millj. kr. tímabundið framlag verði veitt til næstu fjögurra ára til markaðsverkefnisins um íslenska hestinn., Þá er hér lögð til 9 millj. kr. hækkun á fjárheimild vegna kostnaðar við dýralæknisþjónustu á Norður- og Austurlandi.
Gert er ráð fyrir tæplega 500 millj. kr. fjárveitingu til liðarins Byggðaáætlun og Sóknaráætlun landshluta.
https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T171034.html
EÞHEygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra:
Húsnæðismál heimilanna eru sett í fyrsta sæti, en lífeyrismál og bættur hagur lífeyrisþega er einnig mál sem lög er rík áherslu á. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí í sumar þar sem kynntar voru viðamiklar ráðstafanir og aðgerðir stjórnvalda, m.a. á sviði velferðar- og húsnæðismála, í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.
Eygló lítur á hana sem mikilvægan sáttmála og grunn að aðkallandi og mikilvægum úrbótum í þágu heimilanna og fjölskyldnanna í landinu.
Framlög til félags- og húsnæðismála eru samkvæmt fjárlagafrumvarpinu rúm 45% af útgjöldum velferðarráðuneytisins, þ.e. tæplega 133,5 milljarðar kr. Þetta er 7,7% aukning frá fyrra ári. Alls nemur aukning til almannatryggingakerfisins á næsta ári 11 milljörðum kr. eins og ég vík að nánar hér á eftir.
Aðgerðir til úrbóta í húsnæðismálum landsmanna eru forgangsverkefni og gert er ráð fyrir að 2.640 millj. kr. verði varið samtals til uppbyggingar á félagslegu húsnæði og í nýtt húsnæðisbótakerfi. Bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hækka um 9,4%
https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T171034.html
GBSGunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra:
Í kjölfar hruns bankakerfisins árið 2008 urðu íslensk stjórnvöld að spara gjaldeyri. Því voru fjárheimildir til utanríkismála skertar verulega. Fyrr á þessu ári benti Ríkisendurskoðun á það í skýrslu sinni um rekstur og starfsemi sendiskrifstofa að rekstrarkostnaður þeirra hafi minnkað um 30% á árunum 2007–2013 að teknu tilliti til þróunar gengis og verðlags. Og hagræðingin hélt áfram eftir það.
Þetta hefur óneitanlega haft áhrif á getu utanríkisþjónustunnar til að vinna að hagsmunum Íslands erlendis. Því fagna ráðherra að nú gefst tækifæri til að hefja uppbyggingarstarf að nýju því að fram undan eru spennandi tækifæri og um leið óvissutímar fyrir íslenska hagsmuni. Við stígum að sjálfsögðu varlega til jarðar því að áfram er mikilvægt að sýna aðhald í ríkisfjármálum. Sú stefna ríkisstjórnarinnar endurspeglast að verulegu leyti í þessu fjárlagafrumvarpi.
https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T124401.html
Sigrún Magnúsdóttir_001Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra:
Í frumvarpinu aukast útgjöld umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um 78,5 millj. kr. á milli ára á föstu verðlagi eða sem svarar til um 0,8%. Að teknu tilliti til áhrifa almennra launa og verðlagsbreytinga hækka útgjöldin um 399,2 millj. kr. eða sem nemur 4%. Áætlað er að aðhaldsaðgerðir sem ráðuneytið hefur útfært í frumvarpinu lækki útgjöld sem nemur 0,5% af veltu ráðuneytisins í fjárlögum ársins 2015. Útgjaldasvigrúmi hefur verið forgangsraðað til einstakra verkefna og nú verður gerð grein fyrir þeim helstu.
Settar hafa verið aukalega 68,5 millj. kr. í verkefni sem tengjast náttúruvernd sem og vöktun.
Þá verður frumvarp um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum endurflutt á næstu dögum.
Þá hafa fyrstu skrefin verið stigin til eflingar skógræktar og landgræðslu á ný sem hjálpar okkur að vernda umhverfið og mæta áskorunum í loftslagsmálum, endurheimta landgæði, efla byggð og byggja upp nýja auðlind. Um er að ræða 50 millj. kr. til fjölbreyttra verkefna sem fara beint í framkvæmdir til viðbótar við það sem nú er.
Jafnframt má geta þess að stefnumótandi byggðaáætlun 2014–2017 setur einnig fram markmið um eflingu stuðnings við skógrækt á bújörðum með áherslu á viðarframleiðslu, kolefnisbindingu, aukin landgæði, betri búsetuskilyrði og atvinnusköpun. Það er á ábyrgð okkar allra að sporna við súrnun sjávar og þarf Ísland að vera í fremstu röð meðal ríkja heims í baráttunni fyrir hreinu hafi.
https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T140229.html
ásmundurÁsmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarmanna:
– Engin ríkisvæðing einkaskulda. Ástæða þess að Ísland er að rísa á nýjan leik. Sér í lagi þrennt sem skiptir höfuðmáli þegar kemur að því að við skilum hallalausum fjárlögum og erum í þeirri stöðu sem við erum. Það er í fyrsta lagi sú staðreynd að hér voru sett neyðarlög á sínum tíma og bankakerfið var tekið út fyrir og ríkið tók ekki á sig þær skuldir sem einkaaðilar höfðu stofnað til. Þeir sem komu að því, hvort sem það voru stjórnvöld, Seðlabanki eða aðrir og börðust fyrir því að þau yrðu sett á sínum tíma við erfiðar aðstæður, eiga auðvitað heiður skilið fyrir það.
Í öðru lagi var á síðasta kjörtímabili áfram reynt að ríkisvæða skuldir einkaaðila en það tókst að koma í veg fyrir það. Á sama tíma og lönd sem við berum okkur saman við í Suður-Evrópu voru á fullu að þjóðnýta einkaskuldir þá börðumst við Íslendingar gegn því, bæði í þingsal, almenningur, forsetinn kom að því og á heiður skilið, börðumst gegn því að þjóðnýta einkaskuldir.
Síðan í þriðja lagi og lokaáfanginn í því að berjast gegn því að einkaskuldir væru þjóðnýttar er það uppgjör þrotabúa föllnu bankanna.
https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150910T165013.html
Úr almennum umræðum:
Líneik Anna Sævarsdóttir um samgöngumál:
https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T111823.html
https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T112408.html
Haraldur Einarsson um umhverfismál:
https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T144944.html
Sigrún M: https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T145230.html
Haraldur:  https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T145442.html
Sigrún M:  https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T145654.html
Páll Jóhann Pálsson um Landhelgisgæsluna:
https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T121614.html https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T122124.html
Elsa Lára Arnardóttir um sjúkrahúsið í Stykkishólmi:
https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T152701.html
https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T153138.html
Ásmundur Einar Daðason um hvalárvirkjun og atvinnuupbbygingu á Vestfjörðum:
https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T163203.html
https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T163737.html
Stefnuræða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar: https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150908T194145.html
Eygló Harðardóttir í stefnuumræðunni: https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150908T210011.html
Ásmundur Einar Daðason í stefnuumræðunni: https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150908T213835.html
Um fundarstjórn forseta
Vigdís Hauksdóttir:  https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T103934.html
Ásmundur Einar Daðason: https://www.althingi.is/altext/raeda/145/rad20150911T104209.html