„Meginstyrkleiki íslenska menntakerfisins er að nemendum líður vel og mikið traust ríkir á milli kennara og nemenda. Í þessu felast mikil sóknarfæri sem hægt er að byggja á og nýta til að efla menntun í landinu enn frekar. Það er samvinnuverkefni skólasamfélagsins, foreldra, sveitarfélaga og atvinnulífs. Séu styrkleikarnir nýttir sem skyldi og tekist á við áskoranir á réttan hátt eru okkur allir vegir færir til þess að byggja upp framúrskarandi menntakerfi til framtíðar.“ Þetta skrifar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í grein er birtist í Morgunblaðinu 21. janúar sl.
Lilja tekur út þrjú atriði er vekja athygli hennar:
- svara um 90% nemenda að þeim líði þokkalega eða mjög vel í skólanum.
- telja flestir nemendur að kennurum sé annt um þá eða um 81% nemenda í 6. bekk og 65% í 10. bekk.
- telja um 70% nemenda í öllum árgöngum sig sjaldan eða aldrei finna fyrir depurð.
Grein Lilju er hægt að nálgast hér.