„Það var óneitanlega ansi sérstök tilfinning að mæla fyrir frumvarpi um undanþágu frá CE- merkingu á hlífðarfatnaði heilbrigðisstarfsfólks fyrir hálftómum sal á Alþingi rétt í þessu. COVID-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á daglegt líf okkar allra og þar er Alþingi ekki undanskilið,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í yfirlýsingu á Facebook í gær.
„Það er mikilvægt að við munum að þetta er bara timabundið ástand og saman munum við Íslendingar klára þetta erfiða verkefni.“