Categories
Fréttir

Alþjóðlegur dagur menntunar!

Deila grein

25/01/2024

Alþjóðlegur dagur menntunar!

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist enn og aftur hafa fengið að kynnast þeim frábæra mannauði sem sé í íslensku menntakerfi.

„Í dagur er alþjóðlegur dagur menntunar. Tilgangur hans er að undirstrika mikilvægi menntunar og þau gífurlegu áhrif sem hún hefur í baráttunni fyrir betri heimi og auknum jöfnuði.“

Fátt hefur jafn mikil mótunaráhrif á líf barna og farsæld samfélaga eins og menntun

„Í embætti mínu sem mennta- og barnamálaráðherra hef ég ítrekað fengið að kynnast þeim frábæra mannauði sem við eigum í íslensku menntakerfi. Við eigum það til að taka menntakerfi okkar sem sjálfsögðum hlut og það er stundum ekki fyrr en hörmungar skella á að við gerum okkur grein fyrir mikilvægi hluta.

Það er ástæða til að nota þetta tækifæri og nefna sérstaklega hversu magnað það hefur verið að fylgjast með grindvískum stjórnvöldum, skólastjórnendum, kennurum og starfsfólki skóla Grindavíkur gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að börn úr Grindavík njóti menntunar og samveru þrátt fyrir ítrekuð áföll.

Kennsla í Grunnskóla Grindavíkur fer fram á fjórum stöðum í Reykjavík og kennarar fylgja börnum sínum sem eru komin í skóla víðsvegar um land eftir með margvíslegum hætti. Heimsótti skólann í dag, átti gott og milliliðalaust samtal við nemendur, kennara og annað starfsfólk um áskorunina sem samfélagið er að takast á við og hver næstu skref þurfi að vera. Eftir þessa heimsókn er ég sannfærðari en nokkru sinni um ótvírætt mikilvægi menntunar á mjög breiðum grunni.“

Í dagur er alþjóðlegur dagur menntunar. Tilgangur hans er að undirstrika mikilvægi menntunar og þau gífurlegu áhrif sem…

Posted by Ásmundur Einar Daðason on Miðvikudagur, 24. janúar 2024