Categories
Fréttir

Þetta er sanngirnismál!

Deila grein

25/01/2024

Þetta er sanngirnismál!

„Við í Framsókn höfum lengi talað fyrir því að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni eða a.m.k. reikna með öðrum hætti en nú er gert. Fyrir mér er þetta sanngirnismál. Þetta er réttlætismál. Við þurfum að reikna þetta með réttum hætti þannig að það gagnist heimilum landsins eins og á að gera,“ sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður, í störfum þingsins.

„Þetta er kannski ekki rót vandans en þetta er hluti af vandanum. Við sjáum það núna og það er erfitt, ég hef sagt það áður og segi það aftur, að setja sig í spor Grindvíkinga sem er nú gert að yfirgefa heimili sín, sem er griðastaður fjölskyldna og fólks í þessu samfélagi, en að öllum líkindum mun þessi atburðarás sem við sjáum á Reykjanesi núna auka enn frekar þrýsting á húsnæðismarkaðinn.

Við verðum að bera gæfu til þess að byggja meira en við höfum gert hingað til þannig að við náum að uppfylla þá þörf sem fram undan er,“ sagði Ágúst Bjarni.

Staðan á Reykjanesi hefur áhrif varðandi væntanlegt byggingarland á sveitarfélögin á svæðinu. Lausnin felst í að stjórnvöld, ríki og sveitarfélög setjist niður og vinni að því hvernig við ætlum að byggja upp, byggja nægilegt magn íbúða.

„Nú hins vegar í tíð hæstv. innviðaráðherra er loks áætlun til staðar, en áætlun er ekki nóg. Umhverfið verður að vera með þeim hætti að hægt sé að byggja þannig að uppbygging sé raunverulega tryggð. Það gerist ekki, eins og ég segi, með óvissu á uppbyggingarsvæði, með háa vexti og hörðum lánþegaskilyrðum hjá Seðlabanka. Þetta er samvinnuverkefni ríkis, sveitarfélaga og annarra hagaðila og þetta er vandamál og verkefni sem við þurfum að leysa í sameiningu,“ sagði Ágúst Bjarni að lokum.


Ræða Ágústs Bjarna í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Við í Framsókn höfum lengi talað fyrir því að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni eða a.m.k. reikna með öðrum hætti en nú er gert. Fyrir mér er þetta sanngirnismál. Þetta er réttlætismál. Við þurfum að reikna þetta með réttum hætti þannig að það gagnist heimilum landsins eins og á að gera. Þetta er kannski ekki rót vandans en þetta er hluti af vandanum. Við sjáum það núna og það er erfitt, ég hef sagt það áður og segi það aftur, að setja sig í spor Grindvíkinga sem er nú gert að yfirgefa heimili sín, sem er griðastaður fjölskyldna og fólks í þessu samfélagi, en að öllum líkindum mun þessi atburðarás sem við sjáum á Reykjanesi núna auka enn frekar þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Við verðum að bera gæfu til þess að byggja meira en við höfum gert hingað til þannig að við náum að uppfylla þá þörf sem fram undan er.

Að þessu sögðu þá gerir þetta líka annað, þessi staða sem er uppi á Reykjanesi hefur auðvitað áhrif á alla framtíðarsýn sem sveitarfélögin á þessu svæði hafa varðandi væntanlegt byggingarland. Það er vinna sem stjórnvöld, ríki og sveitarfélög þurfa nú að setjast niður við og huga að því hvernig við ætlum að byggja upp, byggja nægilegt magn íbúða til framtíðar á þessu svæði vegna þess að þetta breytir augljóslega stöðunni. Nú hins vegar í tíð hæstv. innviðaráðherra er loks áætlun til staðar, en áætlun er ekki nóg. Umhverfið verður að vera með þeim hætti að hægt sé að byggja þannig að uppbygging sé raunverulega tryggð. Það gerist ekki, eins og ég segi, með óvissu á uppbyggingarsvæði, með háa vexti og hörðum lánþegaskilyrðum hjá Seðlabanka. Þetta er samvinnuverkefni ríkis, sveitarfélaga og annarra hagaðila og þetta er vandamál og verkefni sem við þurfum að leysa í sameiningu.“