Categories
Fréttir

Ályktanir Kjördæmaþings Framsóknarmanna í Reykjavík (KFR)

Deila grein

13/11/2018

Ályktanir Kjördæmaþings Framsóknarmanna í Reykjavík (KFR)

11. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjavík, haldið þriðjudaginn 13. nóvember 2018, fagnar farsælu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins. Þau mál sem brenna heitast á fjölskyldum og almenningi í Reykjavík eru helstu stefnumál flokksins. Þau snúa öll að réttlæti. Bann við verðtryggðum húsnæðislánum er réttlæti, lægri vextir með tilkomu samfélagsbanka er réttlæti, húsnæðisliður úr vísitölu er réttlæti, Svissneska leiðin í húsnæðiskaupum er réttlæti, uppskurður lífeyrissjóðakerfisins og lýðræðisvæðing er réttlæti, verja þarf rétt neytenda gegn ofurvaldi fjármálafyrirtækja, því það er réttlæti. Löngu er tímabært að almenningur geti leitað skjóls gegn fjármálastofnunum sem fara offari. Framsóknarmenn fagna því að gerð verði skýrsla um framferði yfirvalda og fjármálafyrirtækja eftir hrun.
11. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjavík, haldið þriðjudaginn 13. nóvember 2018, telur að margt hafi áunnist með EES samningnum en leggur áherslu á að vegna sérstöðu Íslands beri að gæta þess að taka ekki upp ónauðsynlegt og hamlandi regluverk sem sniðið er að aðstæðum á meginlandi Evrópu. Til dæmis er ástæða til að hafna þriðja orkupakka ESB og leita allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi.