Categories
Fréttir

Ályktun sveitarstjórnarráðs Framsóknar vegna kjaraviðræðna

Deila grein

05/03/2024

Ályktun sveitarstjórnarráðs Framsóknar vegna kjaraviðræðna

Sveitarstjórnarráð Framsóknar hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafa það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Lækkun vaxta eykur kaupmátt allra heimila. Sveitarstjórnarráð Framsóknar styður að ríki og sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórn hefur samþykkt enda setur Framsókn barnafjölskyldur í forgang. Jafnframt styður ráðið að dregið verði úr gjaldskrárhækkunum sem snúa að barnafjölskyldum.

Sveitarstjórnarráð Framsóknar 5. mars 2024.