Categories
Fréttir

Ásmundur Einar nýr þingflokksformaður

Deila grein

03/09/2015

Ásmundur Einar nýr þingflokksformaður

ásmundurÁsmundur Einar Daðason hefur verið skipaður þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hann lætur um leið af störfum sem aðstoðarmaður forsætisráðherra.
Samþykkt var á fundi þing­flokksins í gær að Ásmundur Einar tæki við núna. Það lá þó fyrir strax þegar Þórunn tók við embættinu í janúar eftir að Sigrún Magnúsdóttir tók við umhverfisráðuneytinu að Ásmundur yrði þingflokksformaður í sumar.
Ásmundur Einar var í nóvember 2013 skipaður aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra. Sú ráðning var tímabundin og staðan ólaunuðu, en honum var ætlað að samhæfa verkefni á milli ráðuneyta og fylgja eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar þar sem hann átti sæti.
Sjálfur segist Ásmundur Einar ekki vita hvort að einhver taki við stöðu hans í forsætisráðuneytinu en maður komi í manns stað.
„Ég var þarna í ákveðnum sérverkefnum. Nú tek ég bara við þingflokksformennskunni og einbeiti mér að því enda mikið framundan í þinginu í vetur og bara gaman að takast á við það,“ segir Ásmundur Einar.