Categories
Fréttir Greinar

Auðlegð þjóða snýst um opin alþjóðaviðskipti

Deila grein

03/10/2023

Auðlegð þjóða snýst um opin alþjóðaviðskipti

Þökk sé þeim mikla krafti sem verið hef­ur í alþjóðaviðskipt­um und­an­farna ára­tugi hafa lífs­kjör hundraða millj­óna manna batnað veru­lega með aukn­um kaup­mætti. Ísland hef­ur tekið virk­an þátt í þess­ari þróun og er eng­um blöðum um það að fletta að efna­hags­leg­ur vöxt­ur lands­ins hef­ur byggst á opn­um alþjóðaviðskipt­um – þar sem hugað hef­ur verið að greiðslu­jöfnuði þjóðarbús­ins.

Hag­saga Íslands er saga fram­fara en um leið og Ísland hóf aft­ur frjáls viðskipti og fór að nýta auðlind­ir lands­ins í eig­in þágu juk­ust hér lífs­gæði og vel­meg­un. Á þeirri veg­ferð hef­ur tækni­væðing sam­fé­lags­ins lagt sitt af mörk­um og skilað auk­inni skil­virkni og nýt­ingu fram­leiðsluþátta. Þannig störfuðu í upp­hafi 20. ald­ar­inn­ar um 80% af vinnu­afl­inu í land­búnaði og sjáv­ar­út­vegi en 100 árum síðar er sam­svar­andi hlut­fall um 10%. Á sama tíma hef­ur verðmæta­sköp­un auk­ist um­tals­vert. Ut­an­rík­is­viðskipti hafa á sama tíma orðið mun fjöl­breytt­ari en þegar um 90% gjald­eyristekna komu frá sjáv­ar­út­vegi. Meg­in­út­flutn­ings­stoðir hag­kerf­is­ins eru fjór­ar í dag; ferðaþjón­usta, sjáv­ar­út­veg­ur, iðnaður og skap­andi grein­ar.

Á und­an­förn­um árum hafa ýms­ar áskor­an­ir birst í heimi alþjóðaviðskipt­anna. Eft­ir að Brett­on-Woods-gjald­miðlaum­gjörðin leið end­an­lega und­ir lok á átt­unda ára­tugn­um tók við tíma­bil sem ein­kennd­ist af efna­hags­legri stöðnun og hárri verðbólgu. Réðust til að mynda Banda­rík­in og Bret­land í um­fangs­mikl­ar kerf­is­breyt­ing­ar til að snúa þeirri þróun við sem fólust meðal ann­ars í því að losa um eign­ar­hald rík­is­ins á ýms­um þátt­um hag­kerf­is­ins, skatt­ar voru lækkaðir, ein­blínt var á fram­boðshliðina og létt var á reglu­verki.

Eft­ir gríðarlegt póli­tískt umrót í Kína ára­tug­ina á und­an náðist samstaða um að hefja mikið efna­hags­legt um­bóta­skeið sem hóst með valda­töku Deng Xia­op­ing 1978. Í kjöl­far þess að Banda­rík­in og Bret­land fóru að styrkj­ast efna­hags­lega ásamt Kína fóru mörg önn­ur ríki að þeirra for­dæmi. Þegar nær er litið eru bestu dæm­in auk­in viðskipti inn­an EFTA, ESB og EES sem styrktu hag­kerfi inn­an þeirra vé­banda og ekki síst þeirra ríkja sem opnuðust eft­ir fall ráðstjórn­ar­ríkj­anna. Að sama skapi skipti sköp­um fyr­ir þróun heimsviðskipta inn­ganga Kína í Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ina árið 2001. Í kjöl­farið urðu breyt­ing­ar á sam­keppn­is­hæfni og út­flutn­ingi Kín­verja með til­heyr­andi aukn­ingu í alþjóðaviðskipt­um.

Við höf­um séð viðskipta­hindr­an­ir og -höml­ur aukast tölu­vert und­an­far­inn ára­tug. Í því sam­hengi hef­ur Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn bent á að heims­fram­leiðsla geti dreg­ist sam­an um 7% en það jafn­gild­ir sam­an­lagðri stærð franska og þýska hag­kerf­is­ins! Þetta er þróun sem þjóðir heims verða að hafa aug­un á til að stuðla að áfram­hald­andi lífs­kjara­sókn í heim­in­um.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. október 2023.