Categories
Forsíðuborði Fréttir

Auglýst starf skrifstofustjóra þingflokks

Deila grein

22/12/2017

Auglýst starf skrifstofustjóra þingflokks

Framsóknarflokkurinn óskar eftir að ráða skrifstofustjóra þingflokks í 100% stöðu. Leitað er að ábyrgum og kraftmiklum einstaklingi sem er tilbúinn til að takast á við fjölbreytt starf og sveigjanlegan vinnutíma. Áhersla er lögð á að viðkomandi hafi þekkingu á stefnu og starfi Framsóknarflokksins og Alþingis. Búa yfir framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni, vera sjálfstæður í vinnubrögðum með gott vald á skrifuðu máli og hafa brennandi áhuga á pólitík. Viðkomandi hefur starfsaðstöðu á Alþingi og eftir atvikum á skrifstofu flokksins.
Starfssvið:

Aðstoðar þingflokksformann við utanumhald og skipulag. Sinnir daglegum störfum með þingflokki, aðstoðar þingmenn við vinnslu mála. Skrifar fundargerðir þingflokks.

Umsóknafrestur til 5. janúar 2018. Upplýsingar veitir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður og Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri.