Categories
Fréttir

Aukin tækifæri á Íslandi sem tökustað

Deila grein

27/05/2020

Aukin tækifæri á Íslandi sem tökustað

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, segir í færslu á Facebook að ánægjlegt sé að segja frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, alls 2.120 m.kr. Þetta er niðurstaðan nú er þriðja fjáraukalagafrumvarp er lagt fram á þessu ári, til að bregðast við aðstæðum sem skapast hafa vegna COVID-19.

„Endurgreiðslurnar eru tilkomnar vegna vinnu sem hefur orðið til vegna kvikmyndagerðar á Íslandi og eru nauðsynlegar til að snúa hjólunum í gang og örva kvikmyndageirann til að koma aftur. Með endurgreiðslunum skapast því svigrúm til að taka inn ný verkefni en í ljósi góðs árangurs Íslands í baráttu við Covid hefur áhugi á kvikmyndaframleiðslu á Íslandi sem tökustað aukist,“ segir Sigurður Ingi.

Mikilvægt er að nýta svigrúm til að taka inn ný verkefni og möguleg tækifæri í ljósi góðs árangurs Íslands í baráttu við COVID-19.

„Það er einnig gaman að segja frá því að Framsóknarflokkurinn stóð fyrir því að endurgreiðslukerfið var tekið upp á sínum tíma sem hefur haft í för með sér jákvæða landkynningu,“ segir Sigurður Ingi.

https://www.facebook.com/plugins/post.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fsigurdingi%2Fposts%2F3640654365949613&width=500

Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar

  • Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á endurgreiðslum á allt að 25% af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi.
  • Skilyrði er að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa.
  • Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hafi meira en 80% af framleiðslukostnaði fallið til hérlendis eru jafnframt endurgreidd 25% af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á hinu evrópska efnahagssvæði, Grænlandi og Færeyjum. Þetta á við um framleiðslu á kvikmyndum, heimildamyndum og sjónvarpsþátta.
  • Endurgreiðslukerfið eru á grundvelli laga nr. 43/1999 með síðari breytingum og reglugerð nr. 450/2017. Það heyrir undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sem hefur falið Kvikmyndamiðstöð Íslands umsjón þess en Íslandsstofu að kynna Ísland sem tökustað gagnvart erlendum aðilum.

Þáverandi, viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, sagði m.a. í framsögu sinni að frumvarpinu, er varð að lögum 43/1999, að á undanförnum árum hafi verið hvatt til sértækra aðgerða stjórnvalda í því skyni að laða hingað erlenda framleiðendur kvikmynda, enda vel þekkt í nágrannaríkjum okkar og reynst vel.

Um væri að ræða „sérstakt hvatakerfi“ til eflingar kvikmyndaiðnaði í landinu, þannig að fyrir fram ákveðið hlutfall framleiðslukostnaðar sem til felli á Íslandi við gerð kvikmyndar verði greitt til baka þegar verkinu lýkur.

„Skýrt verði kveðið á um skilyrði vegna þessa, aðgerðin verði tímabundin og falli úr gildi í árslok 2005. Starfshópurinn telur að kerfi sem þetta hafi þá kosti að vera einfalt og gagnsætt, það þjóni jafnt innlendum sem erlendum kvikmyndaframleiðendum, það hvetji til uppbyggingar atvinnugreinarinnar á allra næstu árum og sé til þess fallið að efla innlenda kvikmyndagerð samfara því að erlend fyrirtæki sjái sér hag í starfsemi hér á landi. Lagt er til að komið verði á fót sérstöku endurgreiðslukerfi sem þykir einfalt í stað ýmiss konar skattaívilnana sem erfitt er að fylgja eftir í framkvæmd og eru til þess fallnar að mismuna atvinnugreinum í skattalegu tilliti.“

„Færa má fyrir því haldbær rök að á endanum renni umtalsverður hluti þeirra fjármuna sem varið er til kvikmyndagerðar á Íslandi í ríkissjóð. Má t.d. nefna beina skatta launafólks og launatengd gjöld, tekjuskatt fyrirtækja, auknar tekjur af sölu á vöru og þjónustu o.fl. Með því að greiða ekki út styrk fyrr en viðkomandi verkefni er lokið er tryggt að ríkissjóður verður ekki fyrir útgjöldum nema með auknum tekjum. Raunar má fyllilega gera ráð fyrir að ef sett verða lög um slíkt hvatakerfi verði það til þess að auka umsvif kvikmyndagerðar á Íslandi og þá mun ríkissjóður njóta þess í auknum tekjum.“