Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

13/11/2014

B – hliðin

Þórunn EgilsdóttirÍ þessari viku sýnir varaformaður þingflokks Framsóknarmanna, Þórunn Egilsdóttir, B – hliðina. Lífsmottóið hennar er: „Glötum ekki gleðinni”.
Fullt nafn: Þórunn Egilsdóttir.
Gælunafn: Afar fáir sem reyna að ávarpa mig með gælunafni.
Aldur: 49.
Hjúskaparstaða? Gift.
Börn? 3.
Hvernig síma áttu? Iphone.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Veðurfréttir og Castle.
Uppáhalds vefsíður: www.vegagerdin.is, www.vedur.is,
Besta bíómyndin? Margar góðar.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Gott rokk er alltaf hressandi.
Uppáhaldsdrykkur: Kaffi.
Hvað finnst þér best að borða? Lambakjöt, steikta bleikju og súrt slátur.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? Don´t stop me now með Queen.
Ertu hjátrúarfull? Já.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Hvar á ég að byrja.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Foreldrar mínir og Ingemar Stenmark.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Foreldrar mínir, Gústa á Refsstað, Valla og Sveinn í Brekku og fleira gott fólk.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Katrín Júlíusdóttir og Páll Valur Björnsson.
Hver eru helstu áhugamálin? Skíði, smalamennska, rjúpna- og silungsveiði.
Besti vinurinn í vinnunni? Við stöllurnar að austan erum góðar saman. Stöllurnar að austan eru Líneik Anna og Þórunn. Svo er það hún Sigrún mín og náttúrulega margir fleiri.
Helsta afrekið hingað til? Að koma 2 börnum stóráfallalaust til manns.
Uppáhalds manneskjan? Barnabarnið, því líkt og aðrar ömmur á ég náttúrulega það flottasta.
Besti skyndibitinn? Epli og harðfiskur.
Það sem þú borðar alls ekki? Ekki fundið það enn.
Lífsmottóið? Glötum ekki gleðinni.
Þetta að lokum: Hvað skiptir nú máli í eilífðinni?
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.