Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktun framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV)

Deila grein

11/11/2014

Stjórnmálaályktun framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV)

logo-framsokn-gluggiKjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi, haldið í Harðarbóli í Mosfellsbæ 8. nóvember 2014, fagnar þeim árangri sem náðst hefur frá síðustu alþingiskosningum. Þar má nefna:

  • Leiðréttingu húsnæðislána.
  • Fjölgun starfa og minnkandi atvinnuleysi
  • Aukinn kaupmátt heimilanna og auknar ráðstöfunartekjr fjölskyldna.
  • Leiðréttingar á skerðingum fyrri ríkisstjórnar vegna lífeyrisbóta.
  • Hallalaus fjárlög.
  • Aukinn stöðugleika og lága verðbólgu.
  • Umfangsmikla vinnu við að bæta húsnæðismarkaðinn.
  • Hækkun barnabóta.
  • Aukin framlög til félags- og heilbrigðismála.
  • Aukin framlög til rannsókna og nýsköpunar.

Kjördæmisþingið hvetur stjórnvöld til að leggja áherslu á eftirtalin mál á næstu misserum:

  • Að við vinnslu fjárlaga verði horft til þess að auka kaupmátt og bæta stöðu lág- og millitekjuhópa.
  • Við gerð kjarasamninga verði komist sem mest á móts við óskir um bætt kjör, án þess þó að fórna þeim efnahagsstöðugleika sem náðst hefur.
  • Hugað verði að bættri þjónustu fyrir börn og ungmenni í fíknivanda.
  • Hafist verði handa við að byggja upp nýjan Landsspítala, nýtt þjóðarsjúkrahús.
  • Horft verði til umhverfisverndarsjónarmiða og hagsmuna ferðaþjónustunnar við ákvarðanatöku vegna vegalagninga á hálendinu.
  • Gert verði átak í að efla lestrarkennslu í skólum landsins.
  • Að lýðheilsusjónarmið verði höfð að leiðarljósi í allri stefnumótum er varðar neyslu áfengis-, tóbaks og annara vímugjafa.
  • Að nýjum ferðamannastöðum verði komið á farmfæri til að draga úr álagi á þeim stöðum sem fjölsóttastir eru.
  • Að stöðugt verði veittar aðgengilegar og greinagóðar upplýsingar til almennings um loftmengun vegna eldgossins í Holuhrauni.
  • Að á næsta ári minnist Framsóknarflokkurinn þess, með öflugri umræðu um kynjajafnrétti í stjórnmálum, að 100 ár eru þá liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi.

Þrátt fyrir að mjög góður árangur hafi náðst á mörgun sviðum á þeim tíma sem liðinn er af kjörtímabilinu leggur kjördæmisþingið áherslu á að áfram verði unnið að því að bæta hag heimilanna. Leiðarljósið í þeirri vinnu verði að auka jöfnuð og samheldni í samfélaginu í anda grunngilda Framsóknarflokksins. Þau eru byggð á frjálslyndri félagshyggjustefnu þar sem leitast er við að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð eru á hófsemi og heiðarleika. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt unnið að hugmyndum og lausnum sem miða að því að koma til móts við heimilin, standa vörð um velferðarkerfið og skapa jákvætt umhverfi fyrir atvinnulíf og fjárfestingar. Með slík grunngildi að leiðarljósi eru bjartari tíma framundan í íslensku samfélagi.

*****

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.