Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

26/11/2014

B – hliðin

Eygló HarðardóttirÍ þessari viku er það félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, sem sýnir B – hliðina. „Styrkur hinna smáu liggur í samvinnu og gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.“
Fullt nafn: Eygló Þóra Harðardóttir.
Aldur: 41.
Hjúskaparstaða? Gift Sigurði E. Vilhelmssyni.
Börn? Hrafnhildur Ósk (14) og Snæfríður Unnur (8).
Hvernig síma áttu? Samsung Galaxy S4.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Morðgátur og matreiðsla. Ekkert betra en skammtur af Miss Marple og Anthony Bourdain No Reservations.
Uppáhalds vefsíður: nytimes.com, guardian.co.uk, dn.se, bbc.co.uk/food, arla.se og foodnetwork.com.
Besta bíómyndin? Svo margar … the Commitments, the Breakfast Club, La Reine Margot, G.I. Jane, Star Trek (2009), öll Alien serían, the Murder on the Orient Express (1974) og Hringadróttinssaga e. Peter Jackson. Nú þegar fer að líða að jólum er einnig notalegt að kíkja á Die Hard seríuna með Bruce Willis og the Long Kiss Goodnight með Geena Davis og Samuel Jackson.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Popp, r&b og blues.
Uppáhaldsdrykkur: Kolsýrt vatn.
Hvað finnst þér best að borða? Allur matur er góður, svo lengi sem hann er vel eldaður. Lengi vel var indverskur matur í miklu uppáhaldi, en hef verið að prófa mig áfram með ítalskan, franskan, amerískan og breskan mat auk þess að norræn matur er alltaf að verða betri og betri.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? River deep, mountain high eða Hung up með Madonnu.
Ertu hjátrúarfull? Nei.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Móðir mín og Vigdís Finnbogadóttir.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Móðir mín, Vigdís Finnbogadóttir, Hillary Clinton og eiginmaður minn.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra.
Hver eru helstu áhugamálin? Stjórnmál, vinnan, matreiðsla og útsaumur.
Helsta afrekið hingað til? Fimmtán ára gott og hamingjuríkt hjónaband og dætur mínar.
Besti skyndibitinn? Kjötbollurnar í Ikea.
Það sem þú borðar alls ekki? Súrsaðan mat og hákarl.
Lífsmottóið? „Styrkur hinna smáu liggur í samvinnu og gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup“. Geðráðin 10 eru einnig mjög góð lífsmóttó.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.