Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

10/12/2014

B – hliðin

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir sýnir okkur B – hliðina. Hún segist vera hjátrúarfull, finnst gaman að ferðast innanlands og utan og finnst gott að vera með fjölskyldu og vinum.

Fullt nafn: Elsa Lára Arnardóttir.
Gælunafn: Jú, jú, ég læt það flakka. Góðar vinkonur mínar kalla mig Grimmhildi.
Aldur: 38 ára.
Hjúskaparstaða? Gift Rúnari G. Þorsteinssyni.
Börn? Þorsteinn Atli 15 ára og Þórdís Eva 11 ára.
Hvernig síma áttu? I phone 5S.
Uppáhaldssjónvarpsefni?  Miðvikudagskvöldin á Stöð 2 hitta í mark hjá mér. Hef bara sjaldan tíma til setjast fyrir framan sjónvarpið. Næ þó stundum að vinna það upp um helgar.
Uppáhalds vefsíður: Hlaup.is, Instagram, Facebook og ýmsar aðrar.
Besta bíómyndin? Notting Hill og eiginlega bara allar myndir með Hugh  Grant (eða það segir sonur minn).
Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er nánast alæta á tónlist, hlusta á allt frá rólegum lögum og upp í þungarokk. Ég höndla samt sem áður ekki óperur.
Uppáhaldsdrykkur: Ískalt vatn og kóka kóla light.
Hvað finnst þér best að borða? Hornfiski humarinn klikkar aldrei, sérstaklega ekki þegar mamma eldar hann.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? Sísí fríkar út.
Ertu hjátrúarfull? Já mjög svo, forðast svarta ketti og að ganga undir stiga.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Hvar á ég að byrja … get t.d. nefnt einelti. Mun heldur ekki samþykkja áfengi í matvöruverslanir.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Það hefur verið amma mín. Alltaf tilbúin til að breiða út faðminn þegar á þarf að halda, alltaf tilbúin til að veita hjálparhönd, á endalausa þolinmæði og yndisleg kona í alla staði. Amma er ein af mínum bestu vinkonum.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Amma.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi?  Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson.
Hver eru helstu áhugamálin? Ferðalög innanlands og utan, samvera með fjölskyldu og vinum, fjallgöngur og hlauparúntar með frábæru félögum mínum í Skagaskokk Akranesi.
Besti vinurinn í vinnunni? Það er Silja Dögg. Við erum duglegar að gera eitthvað skemmtilegt saman. Skella okkur á tónleika, ræktina og sjósund, þannig að eitthvað sé nefnt.
Helsta afrekið hingað til?  Á maður ekki að skrifa hér; að fæða börnin mín. En fyrir utan það er helsta afrekið að skokka maraþon (42,2 km), tognuð á læri. Verkjatöflurnar komu mér þó þetta langt.
Uppáhalds manneskjan? Það eru vinir og fjölskylda. Er svo heppin að eiga stóra fjölskyldu og góða vini. Get aldrei gert upp á milli þeirra.
Besti skyndibitinn? Það er án efa Kebab.
Það sem þú borðar alls ekki? Ég get alls ekki borðað slátur.  Held ég hafi fengið æviskammtinn hjá mömmu og í skólamötuneytinu í Heiðarskóla.
Lífsmottóið? Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
Þetta að lokum: Njótið dagsins 🙂
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.