Categories
Fréttir

Bæta þarf aðgengi að menntun og auka fjölbreytni í atvinnulífinu

Deila grein

21/11/2019

Bæta þarf aðgengi að menntun og auka fjölbreytni í atvinnulífinu

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi og forseti Norðurlandaráðs, segir frá ráðstefnu í þingmannasamstari Norðlægu víddarinnar, Northern Dimension Parliamentary Forum í Bodö í Norður-Noregi í yfirlýsingu í vikunni. Ræddir voru flutningar og öryggi á hafi, um samvinnu í umhverfismálum, sjálfbæra ferðamennsku og frumkvöðlastarfsemi í menningarmálum, framtíðarstefnumótun samstarfs Norðlægu víddarinnar og fleira.
Silja Dögg stýrði fundi um flutninga og öryggi í hafinu með þátttakendur frá Norðurlöndunum, Rússlandi, Evrópusambandinu og Eystrasalts ríkjum og ýmsum stofnunum m.a. Norræna fjárfestingabankanum NIB.
Fulltrúar ungs fólks taka virkan þátt í ráðstefnunni segir Silja Dögg. En það eru fulltrúar frá Murmansk, Lapplandi og Tromsö. Skilaboð þeirra voru skír, bæta þarf aðgengi að menntun og auka fjölbreytni í atvinnulífinu svo fólk vilji búa í norðrinu, stjórnvöld verða að hlusta á unga fólkið hvað varðar stefnumótun í umhverfismálum.