Categories
Fréttir Greinar

Blindflug eða langtímasýn?

Deila grein

22/03/2025

Blindflug eða langtímasýn?

Skýrsla fjár­málaráðherra um lang­tíma­horf­ur í efna­hags- og op­in­ber­um fjár­mál­um var birt á dög­un­um. Skýrsl­an er mik­il­væg und­ir­staða fyr­ir umræður á Alþingi um efna­hags­mál þjóðar­inn­ar og stuðlar að betri yf­ir­sýn yfir áskor­an­ir í fjár­mál­um hins op­in­bera. Í því sam­hengi er mik­il­vægt að hafa í huga að fjár­mála­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem brátt verður lögð fram á Alþingi, verður að taka eins og kost­ur er mið af þeim áskor­un­um sem við stönd­um frammi fyr­ir til lengri tíma. Svo er þó ekki.

Eng­in innviðaskuld?

Í fyrsta lagi er í skýrslu fjár­málaráðherra lítið sem ekk­ert fjallað um svo­kallaða innviðaskuld og hina tíma­bæru upp­bygg­ingu innviða sem mun óhjá­kvæmi­lega standa yfir næstu ár og jafn­vel ára­tugi. Þessi upp­bygg­ing mun kosta tugi millj­arða króna á ári ef vel á að vera. Vandað mat á þróun út­gjalda vegna átaks í innviðaupp­bygg­ingu er grund­vallar­for­senda þess að hægt sé að leggja raun­hæft mat á þróun efna­hags­mála og op­in­berra fjár­mála.

Eng­in veru­leg aukn­ing út­gjalda til varn­ar- eða ör­ygg­is­mála?

Í öðru lagi fjall­ar skýrsl­an á eng­an hátt um hugs­an­lega aukn­ingu út­gjalda til varn­ar- og ör­ygg­is­mála, sem flest Evr­ópu­ríki standa nú frammi fyr­ir. Útgjöld Íslands til varn­ar­mála gætu hæg­lega numið allt að 2% af lands­fram­leiðslu ár hvert, og jafn­vel meira, verði sama þróun hér­lend­is og í öðrum lönd­um Evr­ópu. Hér gæti verið um tug­millj­arða króna viðbótar­út­gjöld að ræða og mik­il­vægt að bún­ar séu til sviðsmynd­ir um áhrif þeirra næstu ár og ára­tugi. Vissu­lega er erfitt að spá fyr­ir um þróun alþjóðamála í þessu ljósi, en eini til­gang­ur skýrslu um lang­tíma­horf­ur í efna­hags­mál­um er ein­mitt sá að tryggja yf­ir­sýn og stuðla að umræðum um hugs­an­leg­ar (og meiri­hátt­ar) áskor­an­ir næstu ára og ára­tuga.

Eng­in óvissa í tolla­mál­um?

Í þriðja lagi rík­ir veru­leg óvissa um þróun tolla­mála og alþjóðlegra viðskipta. Skýrsl­an fjall­ar að ein­hverju leyti um aukna spennu í sam­skipt­um ríkja, tolla­stríð og mynd­un nýrra viðskipta­blokka. Þá má halda því fram að þróun tolla­mála varði einkum hags­muni til skemmri tíma. Það blas­ir þó við að lands­lag alþjóðaviðskipta hef­ur breyst, meiri hátt­ar óvissa rík­ir um framtíð alþjóðaviðskipta og stór­fyr­ir­tæki um all­an heim eru þegar far­in að end­ur­hugsa fram­leiðsluaðferðir og stjórn­un virðiskeðja.

Skemmti­efni?

Gerð skýrslu um lang­tíma­horf­ur í efna­hags­mál­um er eðli máls­ins sam­kvæmt krefj­andi og vanda­samt verk. Til­gang­ur­inn er þó ekki sá einn að búa til al­menna og fræðilega um­fjöll­un, ein­hvers kon­ar skemmti­efni, held­ur að skapa traust­an grunn fyr­ir ákv­arðanir Alþing­is og rík­is­stjórn­ar við mót­un hag­stjórn­ar og þróun fjár­mála hins op­in­bera.

Í of­an­greindu ljósi er ekki annað hægt en að draga í efa for­send­ur og nyt­semi skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um lang­tíma­horf­ur í efna­hags­mál­um og op­in­ber­um fjár­mál­um.

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. mars 2025.