Categories
Fréttir Greinar

Bókmenntastefna með ríka áherslu á ungt fólk

Deila grein

10/10/2024

Bókmenntastefna með ríka áherslu á ungt fólk

Í vik­unni mælti ég á Alþingi fyr­ir metnaðarfullri bók­mennta­stefnu til árs­ins 2030. Með henni vilj­um við efla ís­lenska rit­menn­ingu og tryggja að ís­lensk tunga dafni til framtíðar. Stefn­an legg­ur áherslu á marg­vís­leg atriði, en í kjarn­an­um er það að tryggja fjöl­breytta og kraft­mikla út­gáfu bóka á ís­lensku og auka lest­ur á öll­um aldri, en með sér­stakri áherslu á yngri kyn­slóðir. En hvað ger­ir út­gáfa bóka á ís­lensku svo mik­il­væga? Hvers vegna þarf þjóðfé­lagið að fjár­festa í henni?

Íslensk­ar bók­mennt­ir eru grund­völl­ur menn­ing­ar okk­ar. Þær varðveita sögu, þjóðsög­ur og hefðir og end­ur­spegla þróun sam­fé­lags­ins í gegn­um tíðina. Bæk­ur eru lyk­ill að því að skilja menn­ingu okk­ar, hug­mynda­fræði og sjón­ar­mið. Aðeins með því að skapa og varðveita ís­lensk­ar bók­mennt­ir get­um við tryggt að framtíðar kyn­slóðir fái að kynn­ast ríkri menn­ing­ar­arf­leifð okk­ar, skilja ræt­ur sín­ar bet­ur og viðhalda tungu­mál­inu.

Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að tungu­málið okk­ar stend­ur frammi fyr­ir áskor­un­um af völd­um snjall­tækja og stór­auk­ins aðgangs að ensku snemma á mál­töku­skeiði. Við sjá­um til að mynda að í ný­legri könn­un­um hef­ur áhugi barna á lestri stór­lega minnkað frá ár­inu 2000. Þetta eru slæm­ar frétt­ir sem þarf að bregðast við með fjöl­breytt­um ætti. Margt hef­ur áunn­ist á und­an­förn­um árum en það eru ýmis tæki­færi til þess að gera bet­ur í þess­um efn­um. Í bók­mennta­stefn­unni er lögð sér­stök áhersla á börn og ung­menni. Má þar til dæm­is nefna að starfs­um­hverfi höf­unda barna- og ung­menna­bóka verði styrkt sér­stak­lega og viðbótar­fjármagni verði tíma­bundið veitt til Barna­menn­ing­ar­sjóðs til að styrkja verk­efni sem byggj­ast á og stuðla að auk­inni miðlun á ís­lensk­um sagna­arfi til barna og ung­menna ásamt því að kannaðir verði mögu­leik­ar á því að styðja sér­stak­lega við þýðing­ar á er­lend­um bók­mennt­um eða sam­bæri­legu efni sem höfðar til barna og ung­menna á ís­lensku. Þá er einnig lagt til að stuðlað verði að auk­inni kynn­ingu og sýni­leika á hlut­verki og störf­um rit­höf­unda, mynd­höf­unda og þýðenda, meðal ann­ars í starfi grunn­skóla og fram­halds­skóla, vegna mik­il­væg­is þeirra fyr­ir ís­lenska tungu og sköp­un­ar­kraft kom­andi kyn­slóða.

Með því að gefa út fjöl­breytt­ar bæk­ur á ís­lensku fyr­ir börn og full­orðna auk­um við notk­un og skiln­ing á tungu­mál­inu. Um ald­ir höf­um við skrifað sög­una á ís­lensku og því ætl­um við að halda áfram um ókomna tíð.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. október 2024.