Haldið var málþing um lýðheilsumál í Safnahúsinu við Hverfisgötu á dögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, ávarpaði málþingið og sagði að góð heilsa væri eitt það mikilvægasta í lífi hvers manns. Hann sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kæmi fram að lýðheilsa og forvarnastarf yrði meðal forgangsverkefna. Ríkisstjórnin hefði mikinn vilja til að auka almenn lífsgæði landsmanna með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu og draga þannig úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar.
Nánar: Verkefnisstjórn um lýðheilsu
„Stjórnvöldum ber að mínu mati að skapa aðstæður til að auðvelda fólki að efla heilsu sína. Þess vegna var skipuð sérstök ráðherranefnd um lýðheilsu í mars síðastliðnum. Við vitum að uppeldi og fyrirmyndir skipta miklu máli um hvernig við mótumst sem einstaklingar og að áhrif forráðamanna skipta þar miklu. Þó vitum við líka að áhrif frá vinahópnum, fjölmiðlum og öðrum skipa einnig stóran sess,“ sagði Sigmundur Davíð.
Sigmundur Davíð sagði áhuga vaxandi meðal sveitarfélaga á að gerast Heilsueflandi samfélög, þar sem reynt er að fá allt samfélagið til að vinna að sama marki; leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, vinnustaði og heimili.
„Við verðum öll að átta okkur á því að þrátt fyrir annasöm störf verðum við að gefa okkur tíma til að huga að heilsunni. Við þurfum öll að setja hreyfingu á dagskrá okkar um leið og við hugum að mataræðinu. Ég er sjálfur að reyna að taka mig á í því efni. Það tók dálítinn tíma að venja sig á reglubundna hreyfingu en eftir að það tókst vill maður síst af öllu missa það úr dagskránni. Og þegar tekst að venja sig á hollari mat langar mann ekki lengur í óhollustuna,“ sagði Sigmundur Davíð.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]
Categories
Eflum starf á sviði forvarna og lýðheilsu
18/12/2014
Eflum starf á sviði forvarna og lýðheilsu