Categories
Fréttir

Tómas Árnason látinn

Deila grein

30/12/2014

Tómas Árnason látinn

tomasarnasonTómas Árnason, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og seðlabankastjóri lést á Landspítalanum á aðfangadag, 91 árs að aldri.
Tómas var fæddur á Hánefsstöðum við Seyðisfjörð 21. júlí 1923. Forelrar hans voru Árni Vilhjálmsson (f. 9. apríl 1893, d. 11. jan. 1973) útgerðarmaður og síðar erindreki Fiskifélags Íslands og Guðrún Þorvarðardóttir (fædd 7. janúar 1892, dáinn 26. október 1957) húsmóðir. Eiginkona Tómasar var Þóra Kristín Eiríksdóttir (f. 13. mars 1926, d. 14. jan. 2007) húsmóðir. Synir þeirra eru: Eiríkur (1950), Árni (1955), Tómas Þór (1959), Gunnar Guðni (1963).
Nám í Alþýðuskólanum á Eiðum 1939—1941. Stúdentspróf MA 1945. Lögfræðipróf HÍ 1949. Framhaldsnám við Harvard Law School í Bandaríkjunum 1951—1952 og lauk þar prófi í alþjóðaverslunarrétti. Hdl. 1950. Hrl. 1964.
Rak málflutningsskrifstofu á Akureyri 1949—1951 og 1952—1953, jafnframt stundakennari við gagnfræðaskólann þar, erindreki framsóknarfélaganna og blaðamaður við Dag. Starfsmaður í utanríkisráðuneytinu 1953—1960, forstöðumaður og deildarstjóri varnarmáladeildar frá stofnun hennar 10. nóv. 1953 til 1960. Rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík ásamt Vilhjálmi bróður sínum 1960—1972. Framkvæmdastjóri Tímans 1960—1964. Framkvæmdastjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972—1978 og 1983—1984. Skip. 1. sept. 1978 fjármálaráðherra, lausn 12. okt. 1979, en gegndi störfum til 15. okt. Skip. 8. febr. 1980 viðskiptaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí. Bankastjóri við Seðlabanka Íslands 1985—1993.
Gjaldkeri Framsóknarflokksins 1968—1978 og ritari hans 1979—1983. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1969. Fulltrúi á fundum Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1974—1977 og 1983—1984. Í stjórnarskrárnefnd 1976—1978. Fulltrúi Íslands á fundum Alþjóðabankans 1978—1982. Í ráðherraráði EFTA-landanna 1980—1983, formaður ráðsins 1982. Fulltrúi Íslands á fundum þingmannanefndar EFTA 1983—1984.
Alþingismaður í Austurlandskjördæmi 1974—1984.
Vþm. Eyfirðinga jan.—febr. 1956, Norður-Múlasýslu jan. og júlí—ágúst 1959 og Austurl. jan., febr.—mars og okt.—nóv. 1968, febr. og mars—apríl 1969, mars—apríl, okt.—nóv. og des. 1970, febr. 1971, febr.—mars 1972 og mars 1973.
Fjármálaráðherra 1978—1979, viðskiptaráðherra 1980—1983.
Framsóknarflokkurinn vottar aðstandendum sína dýpstu samúð.