Categories
Fréttir

Er stórum hópum ferðamanna skákað bakdyramegin inn í friðland?

Deila grein

19/11/2015

Er stórum hópum ferðamanna skákað bakdyramegin inn í friðland?

Þorsteinn-sæmundsson„Hæstvirtur forseti. … En í dag langar mig til þess að ræða fréttir sem borist hafa upp á síðkastið um að færst hafi í vöxt í sumar að farþegum skemmtiferðaskipa sem fara hringinn í kringum Ísland sé siglt í smábátum í land í friðland Hornstranda.
Friðlandið á Hornströndum er ein dýrmætasta og um leið viðkvæmasta náttúruperla sem við Íslendingar eigum. Það er því mikið áhyggjuefni ef stórum hópum ferðamanna er svo að segja skákað bakdyramegin inn í friðlandið.
Það hlýtur líka að vera okkur áminning um að ef það er nauðsynlegt að við endurskoðum reglur og ef það er nauðsynlegt að Alþingi sjálft taki reglur og eða lög til endurskoðunar til þess að koma í veg fyrir þetta, þá ber okkur að sjálfsögðu skylda til þess að gera það.
Ég ítreka að það er eiginlega ekki forsvaranlegt ef verið er að skáka stórum hópum ferðamanna inn í Hornvíkina, nánast í hverri viku, og að þar séu menn að trampa niður viðkvæma náttúru. Það hefur tekist bærilega að stýra umgangi um þetta friðland og við verðum að beita öllum þeim ráðum sem við höfum til þess að koma í veg fyrir að það opnist þannig að það verði fyrir skaða sem ekki er hægt að bæta.“
Þorsteinn Sæmundsson — í störfum þingsins 17. nóvember 2015.