Categories
Fréttir

ESB óskaði eftir skjótum svörum af eða á

Deila grein

05/03/2014

ESB óskaði eftir skjótum svörum af eða á

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór yfir Evrópumálin í samtali vil Helga Seljan í Kastljósþætti RÚV í gær. Nokkur umræða hefur skapast um það hvort orð forsætisráðherra um að ESB hafi óskað eftir skjótum svörum af eða á varðandi aðildarumsókn, eigi við rök að styðjast.
Staðreynd málsins er að aðalboðskapur ESB í viðræðum forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Brussel eftir að ný ríkisstjórn tók við síðast liðið sumar var að hún yrði að svara því fljótlega um framhald aðildarviðræðna. Formlegt hlé geti ekki varað að eilífu og að ákvörðun yrði að koma eins fljótt og auðið væri.
Þetta eru því engar nýjar upplýsingar í raun sem komu fram í Kastljósi í gær. Það kom skýrt fram í fréttum bæði erlendis og hér heima á þessum tíma og var orðað með beinum hætti í opinberri fréttatilkynningu ESB eftir fund Barroso og forsætisráðherra.
Því er nauðsynlegt að rifja þetta upp nú þegar umræðan snýr aftur að þessum skilaboðum ESB til Íslands.
Fréttatilkynning frá ESB eftir fund forsætisráðherra og Barroso (júlí 2013):
“We look forward to clarity on the validity of Iceland’s membership application after the parliamentary assessment on European Union accession, which will take place this autumn”, said President Barroso after their meeting. … “It is in the interest of the European Union and Iceland that a decision is taken on the basis of proper reflection and in an objective, transparent and serene manner. But the clock is ticking, and it is also in the shared interest of us all that this decision is taken without further delay”.
https://ec.europa.eu/commission_2010-2014/president/news/archives/2013/07/20130716_1_en.htm
Ræða Barroso á fréttamannafundi eftir fundinn með forsætisráðherra (júlí 2013):
“Let me be clear: The Commission respects the decision of the government regarding the accession process. We look forward to clarity on the validity of Iceland’s membership application after the parliamentary assessment on European Union accession, which will take place this autumn.
It is in the interest of the European Union and Iceland that a decision is taken on the basis of proper reflection and in an objective, transparent, serene manner. But the clock is ticking, and it is also in the shared interest of us all that this decision is taken without further delay.
We hope that this debate in Iceland will provide us with clear indications on the way ahead and we are ready to further discuss with the government how to shape this way forward together.
Let me also emphasise that the unanimous decision of the European Union Member States to open accession negotiations remains valid.
So, my message today is clear: provided Iceland wants it, we remain committed to continuing the accession negotiation process, which I am certain, could address Iceland’s specificities.”
https://europa.eu/rapid/press-release_SPEECH-13-640_en.htm
Frétt EUObserver.com eftir sama fund:
“EU clock is ticking, Iceland told.”
BRUSSELS – The EU Tuesday (16 July) told Iceland it is not going to wait around forever while the island weighs up whether it is worth joining the bloc.
European Commission President Jose Manuel Barroso said that the decision to open membership negotiations with Iceland was still “valid.” But he added: “The clock is ticking. It is in the interests of all that this decision is taken without further delay.”
https://euobserver.com/political/120881
PRESIDENT BARROSO DISCUSSES ICELAND’S RELATIONS WITH THE EU WITH PRIME MINISTER GUNNLAUGSSON
The President reaffirmed the shared interest of both Iceland and the EU to take a decision on Iceland’s possible EU membership: “It is in the interest of the European Union and Iceland that a decision is taken on the basis of proper reflection and in an objective, transparent and serene manner. But the clock is ticking, and it is also in the shared interest of us all that this decision is taken without further delay”.
https://ec.europa.eu/commission_2010-2014/president/news/archives/2013/07/20130716_1_en.htm
Frétt RÚV um blaðamannafund utanríkisráðherra og stækkunarstjóra ESB, Stefan Fule nokkru áður (júní 2013):
„Takmörk fyrir því hvað viðræðuhlé er langt“
Hléð sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að gera á aðildarviðræðum við Evrópusambandið felur í sér tímamörk, segir stækkunarstjóri ESB. Hann segir sambandið bæði hafa getu og vilja til að ljúka viðræðunum.
Á blaðamannafundi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Stefans Fule, stækkunarstjóra Evrópusambandsins í Brussel á fimmtudaginn, kom sá síðarnefndi því skýrt á framfæri að þótt Evrópusambandið virti ákvörðun íslendinga um að gera hlé á viðræðunum, væru tímatakmörk á því að hefja þær aftur.
Stefan Fule stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir það vera í þágu allra að ákvörðunin um aðild bíði ekki lengi. Hann segir ákvörðunina um aðildarviðræður standa óhaggaða, þótt ekki sé ljóst hversu lengi.
https://www.ruv.is/frett/takmork-fyrir-thvi-hvad-vidraeduhle-er-langt
Frétt Vísir.is (28. júní 2013) um ummæli talsmanns stækkunarskrifstofu ESB um sama efni:
„Stækkunarstjóri ESB segir ekki hægt að hafa umsókn á ís að eilífu“
Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða sig sem fyrst hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram eða ekki. Þetta segir Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB. … Stano minnist á að ESB sé kunnugt um að aðildarviðræður verði teknar upp á Alþingi með haustinu og ekki sé búist við því að mikið gerist fyrr en þá. „En það er ljóst að þetta getur ekki verið sett á ís að eilífu,“ segir hann. „Þess vegna þurfum við að fá viðbrögð frá íslenskum stjórnvöldum sem fyrst.“
https://visir.is/staekkunarstjori-esb-segir-ekki-haegt-ad-hafa-umsokn-a-is-ad-eilifu/article/2013706289935
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.