Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

Deila grein

06/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

agustÁ fundi Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Hafnarfirði í kvöld voru valdir frambjóðendur í sex efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fara fram 31. maí nk.
Sex efstu sætin skipa:

  1. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur, 27 ára
  2. Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur, 45 ára
  3. Sigurjón Norberg Kærnested, vélaverkfræðingur, 29 ára
  4. Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, fjölmiðlafræðingur, 28 ára
  5. Njóla Elisdóttir, hjúkrunarfræðingur, 55 ára
  6. Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur, 41 árs

Framsóknarflokkurinn stefnir að því að fá tvo menn í bæjarstjórn í vor og vill taka þátt í því samvinnuverkefni að gera bæjarfélagið að betra samfélagi og leggur þar áherslu á aukna þjónustu við bæjarbúa.
 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.