Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Evran stóðst ekki væntingar um aukinn hagvöxt

Deila grein

19/08/2025

Evran stóðst ekki væntingar um aukinn hagvöxt

Þegar evr­an var tek­in í notk­un árið 1999 voru von­irn­ar mikl­ar og sögu­leg­ar. Sam­eig­in­legi gjald­miðill­inn átti að binda álf­una nán­ar sam­an, stuðla að öfl­ug­um hag­vexti með auk­inni efna­hags­legri samþætt­ingu. Rök­semd­irn­ar fyr­ir evr­unni byggðust á tveim­ur meg­in­stoðum. Í fyrsta lagi að efna­hags­leg samþætt­ing myndi auka hag­vöxt með því að fjar­lægja efna­hags­leg­ar hindr­an­ir. Í öðru lagi að fjár­magns­kostnaður myndi minnka vegna stærri gjald­miðils. Vand­inn er að for­send­urn­ar voru veik­ar í upp­hafi. Hinn sam­eig­in­legi markaður hafði þegar tryggt hið svo­kallaða fjór­frelsi, þ.e. frjálsa för vöru, þjón­ustu, fjár­magns og vinnu­afls inn­an innri markaðar EES. Gjald­miðlamun­ur var vissu­lega óþægi­leg­ur, sér­stak­lega fyr­ir ferðamenn, en í dag er það lít­il efna­hags­leg hindr­un á tím­um ra­f­ræns fjár­magns.

Fjár­magns­kostnaður þjóðríkja end­ur­spegl­ast iðulega í því vaxta­álagi sem rík­is­sjóðir þeirra bera, sem gef­ur svo mynd af grunnþátt­um viðkom­andi hag­kerf­is. Vext­ir á grísk­um rík­is­skulda­bréf­um urðu 22,5% árið 2012 og á tíma­bili gátu mörg evru­ríki ekki gefið út rík­is­skulda­bréf. Á sama tíma voru vext­ir á þýsk­um rík­is­skulda­bréf­um um 1%. Evr­an hef­ur til að mynda ekki end­ur­speglað sterka efna­hags­lega stöðu Þýska­lands und­an­far­in miss­eri. Þýska­land hef­ur haft gjald­miðil sem er veik­ari en efni standa til, sem hef­ur svo bætt sam­keppn­is­stöðu lands­ins, en á sama tíma hef­ur Grikk­land haft mun sterk­ari gjald­miðil en hag­kerfið þolir, sem hef­ur veikt veru­lega sam­keppn­is­stöðu lands­ins, og aðlög­un­in hef­ur komið í gegn­um vinnu­markaðinn.

At­vinnu­leysi ungs fólks í Grikklandi náði allt að 50%, þegar verst lét. Vinnu­málaráðherra Grikk­lands, Niki Kera­meus, fer nú um alla Evr­ópu til að hvetja vel menntaða brott­flutta Grikki til að snúa aft­ur til lands­ins með skatta­leg­um hvöt­um. Um 600 þúsund vel menntaðir Grikk­ir yf­ir­gáfu landið í efna­hagsþreng­ing­um þeirra. Sum­ir myndu segja að þarna væri hinn sam­eig­in­legi markaður að virka. Það er rétt, en her­kostnaður­inn fyr­ir marg­ar kyn­slóðir er ómet­an­leg­ur vegna spekilek­ans sem á sér stað.

Vöxt­ur lands­fram­leiðslu í Evr­ópu er mun minni en í Banda­ríkj­un­um. Sam­kvæmt Drag­hi-skýrsl­unni hef­ur mun­ur­inn á fram­leiðslu svæðanna auk­ist enn frek­ar eft­ir að evr­an var tek­in upp. Árið 2002 var fram­leiðsla Banda­ríkj­anna 17% meiri en á evru­svæðinu, en árið 2023 var mun­ur­inn orðinn 31% og hef­ur því auk­ist um 82% á tíma­bil­inu! Evr­an átti að vera svar Evr­ópu við Banda­ríkj­un­um. Eitt öfl­ugt markaðssvæði með eina rödd, einn markað og eina mynt. Hug­mynda­smiðir evr­unn­ar reru þó á ókunn mið. Niðurstaðan er skýr: Evr­an hef­ur ekki staðið und­ir vænt­ing­um um auk­inn hag­vöxt og vel­sæld.

Höfundur er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. ágúst 2025.