Categories
Fréttir

Ferð þú í framboð?

Deila grein

06/07/2016

Ferð þú í framboð?

Kjördæmasamband Framsóknarfélaganna í Reykjavík (KFR) óskar eftir framboðum á lista flokksins í komandi alþingiskosningum. Röðun á lista flokksins í Reykjavík fer fram á tvöföldu kjördæmaþingi í Reykjavík laugardaginn 27. ágúst 2016.
Kosið er um fimm efstu sætin í hvoru kjördæmi í Reykjavík.
Frambjóðendur verða að hafa verið skráðir í Framsóknarflokkinn a.m.k. frá 27. júlí 2016. Það á einnig við um fulltrúa á kjördæmaþinginu sem valdir eru á félagsfundi félaganna í Reykjavík.
Framboðum skal skila á netfangið frambod-reykjavik@framsokn.is eigi síðar en föstudaginn 12. ágúst 2016, kl. 12:00.
Framboð-Reykjavík