Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, fór í störfum þingsins í vikunni yfir þá athygli er fyrirhugaður flutningur á höfuðstöðvum Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar fékk í fjölmiðlum. 15–20 störf áttu að flytjast á einu og hálfu ári frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Þegar á sama tíma var fjölmiðlaathyglin lítil eða engin þegar tíu manns misstu vinnuna við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Ekkert heyrðist í fjölmiðlum þá. Það hafa opinber störf horfið á síðustu missirum frá Höfn í Hornafirði. „Ekki orð í fjölmiðlum, hvað þá hér í þingsal,“ sagði Silja Dögg.
„Reynslan hefur líka sýnt okkur að þegar opinber störf hverfa á landsbyggðinni koma þau ekki þangað aftur. Það er ekki svo á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Silja Dögg.
„Við getum deilt um aðferðafræði flutnings opinberra stofnana, en það er óumdeilanlega hagur okkar allra að landinu sé öllu haldið í byggð. Liður í því er að byggja upp grunnþjónustu, fjarskipti, samgöngur og síðast en ekki síst að flytja opinber störf frá höfuðborg til landsbyggðarinnar samhliða því að skapa önnur atvinnutækifæri í landinu,“ sagði Silja Dögg.
Hvatti hún þingheim til að horfa til Norðmanna er hafi rekið mjög öfluga byggðastefnu um árabil. Hræðsla eigi ekki við þegar þarf að nýta leiðir sem best hafa gefist þar.
Að lokum sagði Silja Dögg: „Okkar sameiginlegu hagsmunir felast í því að nýta öll landsins gæði til sjávar og sveita. Þá verður fólk að geta búið um allt land.“
Ræða Silju Daggar Gunnarsdóttur:
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
Categories
Fjölmiðlaumræðan og opinber störf
27/02/2015
Fjölmiðlaumræðan og opinber störf