Categories
Fréttir

Samfélagsleg ábyrgð bankanna?

Deila grein

27/02/2015

Samfélagsleg ábyrgð bankanna?

Karl_SRGBKarl Garðarsson, alþingismaður, kallaði eftir samfélagslegri ábyrgð stærstu fjármálastofnana landsins í störfum þingsins í vikunni. Fór hann yfir hagnað bankana eftir skatta en hagnaður Arion banka á síðasta ári nam 28,7 milljörðum kr. sem er tvöfalt meira en árið á undan. Íslandsbanki hagnaðist á síðasta ári um sem nam 23 milljörðum kr.. Arion banki greiddi um 8 milljarða kr. í arð til eigenda sinna í fyrra. „Til hamingju eigendur Arion banka, sem reyndar eru flestir andlitslausir,“ sagði Karl.
Samfélagslegar skyldur eða samfélagsleg ábyrgð hefur gjarnan verið á þann veg að veita nokkra styrki til góðra málefna. En svo er annað að í „verðbólgulausu landi lætur Arion banki íbúðakaupendur borga allt að 8% ársvexti á óverðtryggðum lánum“. Þá fer minna fyrir ábyrgð bankanna gagnvart viðskiptavinum sínum.
„Ef maður ætlar að leggja pening inn á reikning hjá Arion banka býður bankinn upp á vexti frá 0,1% og upp í u.þ.b. 1%. Tölurnar frá Íslandsbanka eru ekki svo ólíkar,“ sagði Karl.
„Hinn almenni borgari hefur ekkert val. Hann þarf að eiga viðskipti við stofnanir sem hafa aðeins eina hagsmuni að leiðarljósi, eigendanna. Hjá þeim er samfélagsleg ábyrgð bara klisja,“ sagði Karl að lokum.
Ræða Karls Garðarssonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.