Categories
Fréttir

Hættum að tala niður það sem er íslenskt

Deila grein

27/02/2015

Hættum að tala niður það sem er íslenskt

Þorsteinn-sæmundssonÞorsteinn Sæmundsson, alþingismaður, vildi vekja athygli á nokkrum góðum fréttum í störfum þingsins, í vikunni, en að sögn væri það hans tilfinning að í fjölmiðlum og stundum á Alþingi, færi meira fyrir neikvæðum fréttum en góðum.
Í nýliðinni kjördæmaviku sótti hann heim mjög framsækin fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækin ættu öll það sameiginlegt að byggjast á íslensku hugviti og voru stofnuð um 2003, 2004, koma fram með framleiðsluvöru 2009 eða síðar. „Í eitt fyrirtæki kom ég þar sem starfsmenn voru 14 árið 2010 en eru 50 núna og er enn að fjölga, fyrirtæki sem selur íhluti í dísilvélar til þess að auka hagkvæmni þeirra, sparnað, orkunýtingu og minnka mengun,“ sagði Þorsteinn.
„Það vakti sérstaka athygli mína þegar ég kom í fyrirtæki sem var bara hugmynd 2001, kom fram með framleiðsluvöru 2009, sem núna er seld í öllum heimsálfum nema á Suðurheimskautinu. Þar eru 40 manns við störf, 100 manns erlendis að selja. Það sem vakti mesta athygli mína var að eigandi fyrirtækisins og frumkvöðullinn, sagði: Vöxtur þessa fyrirtækis hefði aldrei orðið jafn mikill og raun ber vitni nema vegna þess að fyrirtækið er íslenskt, út af því að Ísland er betra vörumerki en við gerum okkur almennt í hugarlund. Ég held að sé hollt fyrir okkur að hugleiða þetta og hætta að tala niður það sem er íslenskt,“ sagði Þorsteinn.
Ræða Þorsteins Sæmundssonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.