Categories
Fréttir

Hafið – öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins komið á skrið

Deila grein

26/02/2015

Hafið – öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins komið á skrið

Sigrún Magnúsdóttir_001Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stýrði á dögunum fundi stofnaðila Hafsins – öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins.
Um er að ræða samstarfsvettvang fyrirtækja, háskólasamfélagsins, rannsóknastofnana og stjórnvalda um rannsóknir, þróun, framleiðslu og kynningu á tæknilausnum sem stuðla að vernd hafsins. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið er meðal stofnfélaga en stofnsamningur setursins var undirritaður í lok október sl.
Markmiðið með stofnun Hafsins er að efla þátttöku og starf innlendra og erlendra aðila að nýtingu grænnar tækni sem tengist hafinu og verndun þess. Íslendingar búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu á málefnum hafsins sem kemur úr stjórnsýslunni, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu. Stjórnvöld þurfa að tengja sig betur við sjávarklasann og stuðla að því að sá áhugi sem er fyrir hendi hjá atvinnulífinu og háskólasamfélagi nýtist. Þannig er betur tryggð jákvæð ímynd Íslands hvort sem lýtur að heilnæmi sjávarfangs, ábyrgri nýtingu auðlinda eða umhverfisvænni atvinnustarfsemi.
Á fundinum gat ráðherra um mikilvægi þess að Ísland sé í fararbroddi í alþjóðlegri umræðu um málefni hafsins. Fá eða engin sjálfstæð ríki hafa jafn ríka hagsmuni varðandi sjálfbæra nýtingu hafsins sem hlúa þarf að með varúð og virðingu og er ein helsta undirstaðan fyrir efnahag og velferð þjóðarinnar.
Á fundi stofnaðila á dögunum var kjörið í stjórn setursins og starfsreglur samþykktar sem og nafnbreyting félagsins, en það gekk áður undir heitinu Oceana. Þá hefur bæst í hóp þeirra sem eiga aðild að félaginu og eiga nú 14 fyrirtæki, stofnanir og opinberir aðilar hlutdeild að Hafinu – öndvegissetri um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins, auk þess sem tveir aðilar eiga eftir að samþykkja aðild formlega.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.