Categories
Fréttir

Fjölmörg ný tækifæri í íslensku samfélagi – fjárfestum í menntun

Deila grein

24/11/2018

Fjölmörg ný tækifæri í íslensku samfélagi – fjárfestum í menntun

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er lögð mikil áherslu á öflugt menntakerfi, enda eru menntun, vísindi og rannsóknir forsenda nýsköpunar og framfara og ávísun á framtíðarhagvöxt.
Við Framsóknarmenn viljum byggja á að íslenska skólakerfið verði áfram skapandi og að gagnrýnin hugsun ásamt því að efla læsi og þátttöku í lýðræðissamfélagi miði að því að styrkja áfram allar undirstöður þess með margvíslegum hætti. Einkum er aðkallandi að tryggja öllum aðgengi að menningu, íþróttum og æskulýðsstarfi og efla skapandi greinar sem atvinnuveg.
Rúmlega 11% af heildarútgjöldum ríkissjóðs
Það eru rúmlega 11% af heildarútgjöldum ríkissjóðs renna til málefnaflokka sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðherra. Málefnasviðin eru fimm talsins og skiptast í menningu, listir, íþrótta- og æskulýðsmál, fjölmiðlun, framhaldsskólastigið, háskólastigið og loks önnur skólastig.
„Heildarfjárframlög háskólastigsins munu nema tæpum 47 milljörðum kr. á næsta ári en að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum er það hækkun um 2,2 milljarða eða um 5% milli ára. Þetta eru háar fjárhæðir en sýnt er að hver króna sem fer í fjárfestingu á háskólastiginu skilar sér áttfalt til baka til samfélagsins. …
Markmiðið með auknum framlögum til kennslu og rannsókna á háskólastigi er fyrst og fremst að auka gæði náms. Sé miðað við nýjasta meðaltal Efnahags- og framfarastofnunarinnar (e. OECD) um framlag á hvern háskólanemanda stefnir í að árið 2020 hafi Ísland náð því markmiði eins og ráðgert er í sáttmála ríkisstjórnarinnar. Menntun er forsenda samkeppnishæfni okkar til framtíðar og því þurfa fjárfestingar okkar að taka mið af,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjárfestum í framtíðinni
Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um jafnan rétt fólks til menntunar, óháð búsetu og efnahag. Mikilvægt er að tryggja þennan rétt til framtíðar, standa vörð um menntakerfið í landinu og tryggja að við frekari uppbyggingu þess verði hvergi hvikað frá þeim
Miklar breytingar hafa verið gerðar á íslensku skólakerfi á undanförnum misserum og mikilvægt að staldra við og gefa fagfólki skólanna svigrúm til að innleiða þær og þróa skólastarfið. Það er einnig mikilvægt að starfsumhverfi skóla miði að því að einfalda daglegt líf barna og fjölskyldna þeirra og draga úr álagi á fjölskyldufólk og starfsfólk skóla.
Byggjum betra og manneskjulegra samfélag
Efling menntakerfisins og framþróun, aukinn stuðningur við kennara og starfsfólk skóla, styrking innviða skólasamfélagsins, og samþætting skólastarfs og tómstunda, eru allt mikilvægir þættir til að byggja upp betra og manneskjulegra samfélag. Í því ljósi er rétt að hafa í huga að aukin menntun dregur úr fordómum samhliða því að auka skilning á því alþjóðaumhverfi sem Ísland er hluti af.
Með öflugu menntakerfi, fjárfestingu í hugverka- og þekkingariðnaði og með auknu rannsókna- og þróunarstarfi má skapa fjölmörg ný tækifæri í íslensku samfélagi.
Framsókn er flokkur fjölskyldunnar og vill á tímum efnahagslegrar velgengni fjárfesta sérstaklega í innviðum samfélagsins með það að leiðarljósi að tryggja velferð og hagsæld okkar allra til framtíðar.
Sjá nánar: Tillögur menntastefnuhóps Framsóknarflokksins
Sjá nánar: Hlutfall háskólamenntaðra aldrei hærra á Íslandi – ný skýrsla um menntatölfræði