Categories
Fréttir

Fjölskyldur munu gegna risastóru hlutverki

Deila grein

04/06/2019

Fjölskyldur munu gegna risastóru hlutverki

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, minnti okkur á alþjóðlegan dag fjölskyldunnar í grein í Fréttablaðinu 15. maí s.l. En Sameinuðu þjóðirnar tileinka á hverju ári 15. maí málefnum „fjölskyldunnar“. „Ástæðan er sú að þótt fjölskyldur séu jafn ólíkar og þær eru margar eru þær grunnstoð samfélagsins og erfitt að finna aðra einingu innan þess sem gegnir jafn þýðingarmiklu og flóknu hlutverki,“ segir Ásmundur Einar.
„Í ár leggja Sameinuðu þjóðirnar sérstaka áherslu á mikilvægi fjölskyldunnar þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum en undanfarið hafa loftslagsbreytingar af mannavöldum verið í brennidepli. Stór verkefni eru fram undan til að Ísland nái markmiðum sínum í þeim efnum og ljóst að þeim verður ekki náð nema með átaki samfélagsins í heild. Þar hefur ekki skort þátttöku íslenskra barna og unglinga sem meðal annars hafa skipulagt loftslagsverkföll á Austurvelli og víðar um landið síðustu mánuði. Þrátt fyrir að kolefnisfótspor hverrar fjölskyldu sé lítið í stóra samhenginu er ljóst að fjölskyldur landsins munu í sameiningu gegna risastóru hlutverki í baráttunni fram undan,“ segir Ásmundur Einar.