Categories
Fréttir

Rækt­um góð sam­skipti við aðrar þjóðir

Deila grein

04/06/2019

Rækt­um góð sam­skipti við aðrar þjóðir

„Það er jákvætt hversu margir velja að læra erlendis. Við eigum að hvetja ungt fólk til að afla sér þekk­ing­ar sem víðast og skapa því viðeig­andi um­gjörð sem ger­ir því það kleift. Í störf­um mín­um sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra legg ég mikla áherslu á að styrkja ís­lenskt mennta­kerfi, til dæm­is með því að bæta starfs­um­hverfi kenn­ara, en ekki síður að við horf­um út í heim og rækt­um góð sam­skipti við aðrar þjóðir á sviði mennta-, vís­inda- og menn­ing­ar­mála. Und­an­farið hafa náðst ánægju­leg­ir áfang­ar á þeirri veg­ferð sem fjölga tæki­fær­um okk­ar er­lend­is.“ Þetta skrifar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein er birtist í Morgunblaðinu 18. maí s.l.
Tímamótasamingur um aukið sam­starf í mennta­mál­um á milli Íslands og Kína var undirritaður í opinberri heimsókn Lilju Alfreðsdóttur þar í landi. Með samningunum er stuðlað að gagn­kvæmri viður­kenn­ingu á námi milli land­anna. „Kína hef­ur gert hliðstæða samn­inga við rúm­lega 50 önn­ur ríki, þar á meðal við hin nor­rænu lönd­in. Rúm­lega 30 kín­versk­ir náms­menn stunda nú nám á Íslandi en um 30 Íslend­ing­ar stunda nám í Kína á ári hverju en ís­lensk­ir há­skól­ar eiga þegar í marg­vís­legu sam­starfi við kín­verska há­skóla,“ segir Lilja Dögg.