Categories
Fréttir

Flokksþingi frestað!

Deila grein

13/03/2020

Flokksþingi frestað!

Ágæta Framsóknarfólk,
á fundi Landsstjórnar Framsóknarflokksins þann 12. mars 2020 var samþykkt að fresta 36. Flokksþingi Framsóknarmanna, sem halda átti dagana 18-19. apríl 2020 á Hilton hótel í Reykjavík, vegna COVID-19 faraldursins sem nú gengur yfir hérlendis.
Með þessu tökum við höndum saman með þjóðinni allri í því verkefni að sýna samfélagslega ábyrgð til að veirufaraldur þessi gangi nú yfir sem fyrst. Jafnframt vísaði landsstjórn því til miðstjórnar Framsóknarflokksins að boða til flokksþings að nýju þegar þessu ástandi er lokið og íslenskt samfélag komið í samt lag.
Nú ríður á að íslensk þjóð standi saman sem einn maður og við tökumst á við þetta ástand líkt og við höfum gert í gegnum aldirnar þegar við höfum staðið frammi fyrir erfiðleikum sem steðjað hafa að íslensku samfélagi. Það höfum við margoft gert og gerum slíkt nú með þrautseigju, yfirvegun og samvinnu að leiðarljósi og leiðum þetta ástand til lykta.
Förum eftir fyrirmælum yfirvalda, höldum samfélaginu okkar gangandi og munum að það mun vora að nýju.
Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins.