Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Fór sleggjan af skaftinu?

Deila grein

28/07/2025

Fór sleggjan af skaftinu?

,,Verðbólga hef­ur ekki lækkað eins og von­ir stóðu til um og er 4% á árs­grund­velli. Skila­boð Seðlabanka Íslands í maí voru skýr: Það verða eng­ar frek­ari lækk­an­ir nema verðbólg­an fær­ist nær 2,5% mark­miðinu. Má því telj­ast ólík­legt að al­menn­ing­ur og at­vinnu­líf sjái vexti lækka á næst­unni. Þetta eru mjög slæm tíðindi fyr­ir efna­hags­fram­vind­una og það sem meira er að hækk­an­ir á vísi­töl­u­neyslu­verðs eru á breiðum grunni. Verðbólga hafði farið ört lækk­andi frá júlí 2024 og vaxta­lækk­un­ar­ferlið komið af stað. Þróun verðbólg­unn­ar eru verstu tíðindi sem heim­ili lands­ins hafa fengið í lang­an tíma. Að sama skapi virðist lána­markaður­inn að þró­ast til hins verra og svo hæg­ist veru­lega á bygg­ing­ar­markaðnum.

Lang­tíma­vext­ir hafa hækkað á þessu ári ásamt því að ávöxt­un­ar­krafa verðtryggðra rík­is­skulda­bréfa til lengri tíma hef­ur hækkað um­tals­vert. Vænt­ing­ar markaðar­ins um þróun verðbólgu og raun­vaxta hafa hækkað til lengri tíma. Hærri raun­vext­ir eru fyr­ir­séðir næstu árin sam­kvæmt markaðsaðilum. Þetta þýðir að vext­ir til heim­il­anna verða einnig hærri til lengri tíma, þar sem fjár­mögn­un­ar­kostnaður rík­is­ins er grunn­ur að verðlagn­ingu alls kerf­is­ins. Kostnaður rík­is­sjóðs vegna hærri verðbólgu er að aukast ásamt því að heim­il­in bera hærri vexti. Þetta þýðir að hag­vöxt­ur verður minni en ella, af því að rík­is­stjórn­in hef­ur sofið á verðinum gagn­vart verðbólg­unni.

Sam­drátt­ar á heild­ar­fjölda íbúða í bygg­ingu hef­ur gætt síðan síðasta haust í töl­um hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un. Lóðaút­hlut­an­ir hafa verið tals­verðar en dreg­ist hef­ur að koma fram­kvæmd­um af stað vegna þrálátr­ar verðbólgu og aðstæðna á fjár­mála­markaði. Ef þetta verður raun­in næsta árið, þá mun skort­ur mynd­ast, sem hækk­ar verðið svo aft­ur og það hef­ur aft­ur áhrif á vísi­töl­u­neyslu­verð.

Það er afar miður að efna­hags­stjórn­in hafi ekki ein­blínt meira á verðbólg­una en raun ber vitni. Rík­is­stjórn­in hef­ur í stað þess boðið at­vinnu­líf­inu upp á óvissu í formi fyr­ir­hugaðra skatta­hækk­ana og ekki látið laun sín taka mið af verðbólgu­mark­miðinu eða kjara­samn­ing­um á al­menn­um markaði. Rík­is­stjórn­in hef­ur ít­rekað verið vöruð við því að hún væri á rangri leið í efna­hags­mál­um, sem mun bitna á hag­vexti og vel­sæld fyr­ir þjóðina.

Rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur hef­ur mistek­ist að halda áfram á þeirri veg­ferð að lækka verðbólgu, sem síðasta rík­is­stjórn lagði of­urkapp á og var far­in að ná ár­angri eins og þróun vísi­töl­u­neyslu­verðs sýn­ir frá júlí 2024. Hag­sag­an sýn­ir okk­ur að ef stjórn­völd sýna linkind gagn­vart verðbólg­unni, þá verður hún þrálát og erfiðari viður­eign­ar. Því er ljóst að sleggj­an hef­ur farið af skaft­inu!”

Höfundur er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. júlí 2025