Categories
Fréttir

Forgangsraðað í þágu menntunar

Deila grein

09/01/2019

Forgangsraðað í þágu menntunar

„Samkeppnishæfni þjóða mun á næstu áratugum ráðast af hæfni og færni fólksins þeirra. Sú hæfni og færni ræðst ekki síst af gæðum menntakerfa í viðkomandi landi. Kennarar bera uppi menntakerfin og eru því lykilaðilar í mótun samfélaga til framtíðar. Alþjóðavæðing og örar tæknibreytingar gera enn ríkari kröfu um að stjórnmálin forgangsraði í þágu menntunar.“
Þetta kemur fram í grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í Morgunblaðinu 2. janúar sl.
Kennarar eru lykilaðilar þegar kemur að þjálfa upp hæfni og færni nemanda og því er mikilvægt að hlúa að gæðum menntakerfis okkar. „Alþjóðavæðing og örar tæknibreytingar gera enn ríkari kröfu um að stjórnmálin forgangsraði í þágu menntunar,“ segir Lilja ennfremur.
„Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar er afar skýr í þessum efnum en þar er lögð rík áhersla á að efla menntun í landinu með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Fram kemur að mikilvægt sé að stuðla að viðurkenningu á störfum kennara, efla faglegt sjálfstæði þeirra og leggja áherslu á skólaþróun á öllum skólastigum. Jafnframt kemur fram að bregðast þurfi við kennaraskorti með samstarfi ríkis, sveitar- og stéttarfélaga.“
Sjá nánar grein Lilju hér.