Categories
Fréttir

„Hvað lærðir þú í dag?“

Deila grein

09/01/2019

„Hvað lærðir þú í dag?“

„Við vitum að menntun er æviverk og nám getur farið fram með ýmsum hætti. Símenntun einskorðast ekki við stofnanir eða staði og núorðið er auðveldara að fá hæfni sína metna óháð því hvernig hennar var aflað.“
Þetta skrifar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Fréttablaðinu 8. janúar.
Hröð samfélagsbreyting og tæknibreytingar kallar á mikilvægi þess að einstaklingar hafi aðgang að fjölbreyttum símenntun og framhaldsfræðslu. Unnið er að endurskoðun laga um fullorðinsfræðslu og að frumvarpi um lýðskóla.
„Á tímum mikilla breytinga þurfum við öll að huga að þróun okkar eigin hæfni og þekkingar og leyfa forvitninni og fróðleiksþorstanum að ráða för. Námstækifærin blasa víða við og galdurinn virðist vera að velja og hafna úr hafsjó upplýsinga og að þekkja réttindi sín og áhugasvið. Því þegar vel er á málum haldið er aukin menntun í víðum skilningi tæki til jafnaðar og ábata fyrir alla.“
Sjá nánar: Símenntun og fullorðinsfræðsla – heildarlög um nám fullorðinna
Grein Lilju Alfreðsdóttur má lesa hér.