Categories
Fréttir

Fráleitt að þessi tillaga nái fram að ganga

Deila grein

01/06/2023

Fráleitt að þessi tillaga nái fram að ganga

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, ræddi tillögu framkvæmdastjórnar ESB um að hækka bílprófsaldurinn í 18 ár, á fundi með samgönguráðherrum Norðurlandanna á fund í Lúxemborg. Segir Sigurður Ingi það fráleitt að þessi tillaga nái fram að ganga.

„Rök Íslands er að okkur hefur miðað vel í að fækka umferðarslysum meðal yngri ökumanna og sú staðreynd að landið liggur ekki að öðru landi geri auðveldara fyrir að færa rök fyrir því að það er ekki ástæða til breytinga,“ segir Sigurður Ingi.

Fundurinn fór fram fyrir fund ráðherraráðs ESB á sviði samgöngumála og gefst því gott tækifæri til að skiptast á skoðunum og koma sjónarmiðum Ísland að í samgöngumálum.

„Upplýsingaskipti um umferðalagabrot voru einnig rædd sem þýðir að hægt er að rukka aðila fyrir umferðalagabrot sé viðkomandi staddur í öðru en heimalandi.

Þá voru loftferðamálin „Fit for 55“ rædd og ég sagði frá samkomulagi sem náðst hefur við framkvæmdastjórn ESB um losunarheimildir í flugi,“ segir Sigurður Ingi.

Bauð þessum ágætu herramönnum, samgönguráðherrum Norðurlandanna, á fund í Lúxemborg, til að ræða ýmis samgöngumál. Hefð…

Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Fimmtudagur, 1. júní 2023