Categories
Fréttir

Frambjóðendaráðstefna Framsóknar 2014

Deila grein

27/03/2014

Frambjóðendaráðstefna Framsóknar 2014

logo-xb-14Frambjóðendaráðstefna Framsóknar verður haldinn 11.-12. apríl nk. í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33 í Reykjavík.
Ráðstefnan er opin öllum frambjóðendum Framsóknar, kosningastjórum, starfsfólki og sjálfboðaliðum vegna sveitarstjórnarkosninganna. Mjög mikilvægt er að sem flestir frambjóðendur mæti. Þátttaka í frambjóðendaráðstefnunni er endurgjaldslaus.
Við undirbúning ráðstefnunnar er nauðsynlegt að þátttakendur skrái sig sem fyrst á skrifstofu Framsóknar í síma 540 4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is.

Frambjóðendaráðstefna Framsóknar 2014

11. og 12. apríl í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33 í Reykjavík

—  Drög að dagskrá —

 

Föstudagur 11. apríl 2014

19:30-19:40   Setning og þátttakendur kynna sig

19:40-19:50   Aðkoma skrifstofu að kosningabaráttunni
– Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknar

19:50-20:10   Staða Framsóknarflokkssins í nútíð og fortíð
– Einar Sveinbjörnsson, fyrrv. bæjarfulltrúi í Garðabæ

20:10-20:40   Fréttatilkynningar, greinarskrif og samskipti við fjölmiðla
– Benedikt Sigurðsson, aðstoðarmaður ráðherra

20:40-20:50   Kaffihlé

20:50-21:10   Notkun samfélagsmiðla í kosningabaráttu
– Margrét Gísladóttir, aðstoðarmaður ráðherra

21:10-21:20   Spurningar og svör

21:20-21:30   Hvernig á að nýta úthringiver í kosningabaráttunni
– Ásgeir Harðarson, ráðgjafi

21:30-21:45   Að ná til kjósenda
– Magnús Heimisson, stjórnmálafræðingur og ráðgjaf í almannatengslum

21:45-22:00   Að toppa á réttum tíma og hámarka árangur
– Eygló Harðardóttir, ráðherra og ritari Framsóknar

Laugardagur 12. apríl 2014

09:30-10:30   Fjölmiðlar, stjórnmál og kosningar
– Birgir Guðmundsson, dósent við Háskólann  á Akureyri

10:30-10:40   Kaffihlé

10:40 -10:55   Að ná árangri í kosningum
– Ásgerður Gylfadóttir, bæjarstjóri Hornafirði

10:55-11:10   Maður á mann – virkjum kraftinn
– Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarmanna og fyrrv. borgarfulltrúi

11:10-11:20   Auglýsingaefni og útlit baráttunnar
– Hrannar Jónsson, ráðgjafi Árnasynir

11:20-11:30   Praktískar upplýsingar og utankjörfundaratkvæðagreiðsla
– Einar Gunnar Einarsson, skrifstofustjóri Framsóknar

11:30-11:40   Spurningar og svör

11:40-11:55   Seinni hálfleikur
– Ingibjörg Pálmadóttir fyrrv. ráðherra og alþingismaður

11:55-13:00   Matarhlé

13:00-15:30   Ræður, fundarstjórn, líkamstjáning og vinningslið
– Drífa Sigfúsdóttir fyrrv. forseti bæjarstjórnar og varabæjarstjóri
Að semja ræðu og flytja hana. Fundarstjórn, tillögur, líkamstjáning/framkoma, sjónvarp og vinningslið. Frambjóðendur eru beðnir að undirbúa 2 mínútna ræðu sem þeir flytja fyrir framan hópinn. Ræðan verður tekin upp og rædd. Æfing í fundarstjórn.

15:30-15:45 Kaffihlé

15:45-18:00   Framkoma í útvarpi og sjónvarpi
Farið verður yfir ýmis praktísk atriði fyrir frambjóðendu vegna þátttöku í útvarps-  og sjónvarpsþáttum. Tekin verða viðtöl við frambjóðendur. Sjónvarpsumræður. Erfiðar spurningar og framboðsfundir.

18:00 –   Ráðstefnuslit:   Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar

Boðið verður upp á léttar veitingar í ráðstefnulok

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.