Framboðslisti Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí var einróma samþykktur á almennum félagsfundi Framsóknarfélaganna í Austur-Skaftafellssýslu 12. mars.
Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri, leiðir listann en hún var í öðru sæti fyrir fjórum árum. Heiðurssæti listans skipar Reynir Arnarson.
Listann skipa eftirtaldir:
- Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri
- Kristján S. Guðnason, matreiðslumaður
- Gunnhildur Imsland, ritari
- Ásgrímur Ingólfsson, skipstjóri
- Arna Ósk Harðardóttir, póstmaður
- Einar Smári Þorsteinsson, sjúkraþjálfari
- Snæfríður H. Svavarsdóttir, leikskólastjóri
- Guðbjörg Guðlaugsdóttir, húsmóðir
- Gunnar Páll Halldórsson, verkstjóri
- Erla Rún Guðmundsdóttir, bóndi
- Dóra Björg Björnsdóttir, nemi
- Gunnar Sigurjónsson, bóndi
- Örn Eriksen, fyrrv. bóndi
- Reynir Arnarson, vélstjóri og bæjarfulltrúi
Framsóknarmenn hafa verið í meirihluta í bæjarstjórn í sveitarfélaginu s.l. 12 ár og verið með hreinan meirihluta s.l. 4 ár. Ljóst er með þennan öfluga hóp af frambærilegu fólki ganga Framsóknarmenn og stuðningsmenn þeirra fullir eldmóðs til kosninga.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.