Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð samþykktur

Deila grein

14/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð samþykktur

Gudveig-EygloardottirFélagsfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra samþykkti 13. mars framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí í Borgarbyggð. Guðveig Eyglóardóttir verður oddvit listans, í öðru sæti er Helgi Haukur Hauksson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, og nemi á Bifröst. Núverandi bæjarfulltúar skipa svo þriðja og fjórða sæti listans, þau Finnbogi Leifsson bóndi í Hítardal og Sigríður G. Bjarnardóttir sem leiddi listann fyrir fjórum árum. Heiðurssæti listans skipar Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.
Framboðslistann skipa:

  1. Guðveig Eyglóardóttir, Borgarnesi
  2. Helgi Haukur Hauksson, Bifröst
  3. Finnbogi Leifsson, Hítardal
  4. Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, Borgarnesi
  5. Kolbeinn Magnússon, Stóra-Ási
  6. Kristín Erla Guðmundsdóttir, Borgarnesi
  7. Einar Guðmann Örnólfsson, Sigmundarstöðum í Þverárhlíð
  8. Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir, Grímsstöðum
  9. Hjalti Rósinkrans Benediktsson, Borgarnesi
  10. Sigríður Þorvaldsdóttir, Hjarðarholti
  11. Sigurjón Helgason, Mel
  12. Halla Magnúsdóttir, Borgarnesi
  13. Sigrún Ólafsdóttir, Hallkelsstaðahlíð
  14. Kristján Axelsson, Bakkakoti
  15. Dagný Sigurðardóttir, Inni-Skeljabrekku
  16. Sveinn Hallgrímsson, Vatnshömrum
  17. Jenný Lind Egilsdóttir, Borgarnesi
  18. Ásmundur Einar Daðason, Þverholtum.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.