Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Fjallabyggð samþykktur

Deila grein

14/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Fjallabyggð samþykktur

Solrun-JuliusdottirÁ félagsfundi Framsóknar í Fjallabyggð 13. mars var samþykktur samhljóða listi flokksins til sveitastjórnarkosninga þann 31. maí næstkomandi. Sólrún Júlíusdóttir, bæjarfulltrúi og verkefnisstjóri, verður oddviti listans, en hún var í öðru sæti listans fyrir fjórum árum.
Framboðslistann skipa:

  1. Sólrún Júlíusdóttir, bæjarfulltrúi og verefnisstjóri, 40 ára
  2. Jón Valgeir Baldursson, pípari, 40 ára
  3. Ólafur Guðmundur Guðbrandsson, innheimtufulltrúi, 23 ára
  4. Rósa Jónsdóttir, heilsunuddari, 40 ára
  5. Hafey Björg Pétursdóttir, þjónustufulltrúi, 23 ára
  6. Kolbrún Björk Bjarnadóttir, þjónustufulltrúi, 22 ára
  7. Haraldur Björnsson, veitingamaður, 57 ára
  8. Kristófer Þór Jóhannsson, nemi, 20 ára
  9. Katrín Freysdóttir, fulltrúi, 37 ára
  10. Sigrún Sigmundsdóttir, leiðbeinandi, 22 ára
  11. Jakob Agnarsson, húsasmiður, 50 ára
  12. Gauti Már Rúnarsson, vélsmiður, 41 ára
  13. Gunnlaugur Haraldsson, verkstjóri, 31 ára
  14. Sverrir Sveinsson, fyrrv. veitustjóri, 80 ára

Framsókn í Fjallabyggð mun leggja meðal annars áherslu á eftirfarandi:

  • Jöfnuð í samfélaginu
  • Byggingu líkamsræktarstöðvar við sundlaug í Ólafsfirði
  • Fegrun umhverfis- og opinna svæða, auk endurnýjunar gatnakerfis og gerð göngustíga
  • Endurnýjun leiksvæða fyrir börn og gera unglingum mögulegt að nota sparkvelli yfir vetrarmánuðina
  • Efla félagsstarf eldri borgara
  • Hækkun frístundastyrks til barna og unglinga

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.