Categories
Fréttir

Ný stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur

Deila grein

12/03/2014

Ný stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur

adalfundur-FR-2014-03Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur (FR) fyrir árið 2014 var haldin 19. febrúar s.l.. Á dagskrá aðalfundar eru hefbundin verkefni, sem og val á nýrri stjórn og trúnaðarmönnum FR. Fundurinn gekk í alla staði mjög vel fyrir sig og ríkti mikil einhugur á meðal fundarmanna.
adalfundur-FR-2014-05Fráfarandi stjórn FR var þakkað mikið og gott starf. Að því tilefni færði Þingflokksformaður Framsóknarmanna, Sigrún Magnúsdóttur, fráfarandi formanni FR, Þuríði Bernódusdóttur, blómvönd frá þingkonum Framsóknar. Þórir Ingþórsson, formaður Kjördæmasambandsins (KFR) þakkaði Þuríði einnig með blómvendi fyrir vel unnin störf.
Undir liðnum önnur mál kvöddu margir félagsmanna sér hljóðs og komu á framfæri hamingjuóskum og þakklæti til nýrrar og fráfarandi stjórnar. Einnig ræddu fundarmenn um mikilvægi öflugs félagsstarfs; nýliðun félagsmanna í FR og þá ekki síst um þörf fyrir öfluga kosningabaráttu í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Nýr formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur
adalfundur-FR-2014-04Hafsteinn Höskuldur Ágústsson tók við embætti sem formaður FR á síðasta aðalfundi sem haldinn var þann 19. febrúar síðastliðin. Í þakkarræðu sinni ræddi Hafsteinn m.a. um hversu mikilvægt er hlúa að grasrót félagsins og þar með stuðla að bættu innra starfi gagnvart nýjum og gömlum félagsmönnum í Framsóknarflokknum.
Hafsteinn er fæddur í Reykjavík þann 3. september 1968. Hann er verkamaður og sjálfmentaður tölvukarl sem hefur starfað bæði hérlendis sem erlendis við kerfisstjórn í mörg ár. Áhugamálin eru fjölmörg og endurspeglast af tilvist og sögu mannfólksins, náttúrunni og þekkingarleit.
Ný stjórn FR (frá vinstri): Magnús Hartmann Gíslason, Hreiðar Eiríksson, Jóhanna Kristín Björnsdóttir, Rakel Dögg Óskarsdóttir, Ragnar Svanur Bjarnason og Hafsteinn H. Ágústsson, formaður FR.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.