Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Grindavík samþykktur

Deila grein

12/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Grindavík samþykktur

bryndisgunnlaugsÁ aðalfundi Framsóknarfélags Grindavíkur, haldinn 11. mars, var tillaga uppstillinganefndar að skipan framboðslista til sveitarstjórnarkosninga 31. maí n.k. lögð fram og samþykkt. Bryndís Gunnlaugsdóttir, bæjarfulltrúi og lögfræðingur, verður oddviti listans líkt og fyrir fjórum árum.
Framboðslistann skipa eftirfarandi:

  1. Bryndís Gunnlaugsdóttir, bæjarfulltrúi og lögfræðingur
  2. Ásrún Kristinsdóttir, kennari og deildarstjóri
  3. Páll Jóhann Pálsson, bæjarfulltrúi, alþingismaður og útvegsbóndi
  4. Hjörtur Waltersson, framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Grindavíkur
  5. Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir, gjaldkeri 
  6. Hilmar Helgason, skipstjóri og bæjarfulltrúi
  7. Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri 
  8. Guðmundur Grétar Karlsson, framhaldsskólakennari
  9. Sæbjörg Erlingsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla
  10. Anton Guðmundsson, matreiðslumaður og slökkviliðsmaður
  11. Eva Björg Sigurðardóttir, snyrtifræðingur
  12. Hörður Sigurðsson, sjómaður
  13. Unnar Á. Magnússon, vélsmiður
  14. Sæbjörg M. Vilmundardóttir, heldri borgari

Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut Framsóknarflokkurinn 3 bæjarfulltrúa.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.