Categories
Fréttir

Störf þingsins: Ákvörðun Neytendastofu – hækkanir á matvörumarkaði og um ökunám

Deila grein

11/03/2014

Störf þingsins: Ákvörðun Neytendastofu – hækkanir á matvörumarkaði og um ökunám

Elsa Lára Arnardóttir: „Fyrir stuttu síðan birti Neytendastofa ákvörðun sína vegna kvörtunar yfir verðtryggðu húsnæðisláni Íslandsbanka. Með ákvörðuninni eru staðfest alvarleg brot bankans á ákvæðum laga um neytendalán og um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Neytendastofa staðfestir að lánveitendum verðtryggðra neytendalána hafi verið með öllu óheimilt að taka mið af 0% verðbólgu við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, heildarlántökukostnaðar og framsetningu á greiðsluáætlun.“

Þorsteinn Sæmundsson: „Nýlega kom fréttatilkynning frá Alþýðusambandi Íslands þar sem segir að umtalsverðar hækkanir hafi orðið á matvörumarkaði síðastliðna18 mánuði. Þetta hefur gerst á sama tíma og gengi íslensku krónunnar hefur styrkst verulega gagnvart helstu viðskiptamiðlum en það dugar ekki til þannig að sveiflan er í raun miklu meiri en kemur fram í könnun ASÍ. Það er athyglisvert að samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er 35% vísitölugrunnsins á neysluvörur innfluttar neysluvörur og aðrar innfluttar vörur.
Og hvað þýðir 2% vísitölulækkun, ágætu þingmenn? Það þýðir að verðtryggð lán almennings í landinu mundu lækka um 34 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir með öðrum orðum að meðan verslunin skilar ekki til baka styrkingunni sem hefur orðið á íslensku krónunni eru verðtryggðu lánin okkar allra, sem ættu að vera að lækka, að hækka.“

Jóhanna María Sigmundsdóttir: „Árið 2010 var ákveðið að allir ökunemar verði að ljúka námi í ökugerði, ökuskóla 3, áður en farið er í ökupróf. Þetta verklag kemur niður á fólki sem býr langt frá höfuðborgarsvæðinu í umtalsverðum kostnaði.“

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.