Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar á Hornafirði samþykktur

Deila grein

14/03/2014

Framboðslisti Framsóknar á Hornafirði samþykktur

Asgerdur-GylfadottirFramboðslisti Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí var einróma samþykktur á almennum félagsfundi Framsóknarfélaganna í Austur-Skaftafellssýslu 12. mars.
Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri, leiðir listann en hún var í öðru sæti fyrir fjórum árum. Heiðurssæti listans skipar Reynir Arnarson.
Listann skipa eftirtaldir:

  1. Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri
  2. Kristján S. Guðnason, matreiðslumaður
  3. Gunnhildur Imsland, ritari
  4. Ásgrímur Ingólfsson, skipstjóri
  5. Arna Ósk Harðardóttir, póstmaður
  6. Einar Smári Þorsteinsson, sjúkraþjálfari
  7. Snæfríður H. Svavarsdóttir, leikskólastjóri
  8. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, húsmóðir
  9. Gunnar Páll Halldórsson, verkstjóri
  10. Erla Rún Guðmundsdóttir, bóndi
  11. Dóra Björg Björnsdóttir, nemi
  12. Gunnar Sigurjónsson, bóndi
  13. Örn Eriksen, fyrrv. bóndi
  14. Reynir Arnarson, vélstjóri og bæjarfulltrúi

Framsóknarmenn hafa verið í meirihluta í bæjarstjórn í sveitarfélaginu s.l. 12 ár og verið með hreinan meirihluta s.l. 4 ár. Ljóst er með þennan öfluga hóp af frambærilegu fólki ganga Framsóknarmenn og stuðningsmenn þeirra fullir eldmóðs til kosninga.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.