Framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg 2014 var samþykktur á fjölmennum félagsfundi í Framsóknarhúsinu á Selfossi í kvöld. Það var mikill einhugur á fundinum og stefnan sett hátt fyrir næsta vor. Uppstillingarnefnd sem skipuð var í byrjun október lagði fram tillögu sína sem var samþykkt samhljóða. Helgi S. Haraldsson bæjarfulltrúi skipar fyrsta sæti listans og Íris Böðvarsdóttir er í öðru sæti. Ragnar Geir Brynjólfsson situr í þriðja sæti og Karen H. Karlsdóttir Svendsen er í fjórða sæti. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn einn bæjarfulltrúa kjörinn í bæjarstjórn.
Listinn í heild sinni:
- Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi og svæðisstjóri, Selfossi
- Íris Böðvarsdóttir, varabæjarfulltrúi og sálfræðingur, Óseyri
- Ragnar Geir Brynjólfsson, kerfisstjóri og framhaldsskólakennari, Selfossi
- Karen Karlsdóttir Svendsen, leiðbeinandi og háskólanemi, Selfossi
- Guðrún Þóranna Jónsdóttir, sérkennari, Selfossi
- Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Selfossi
- Gissur Kolbeinsson, fulltrúi hjá BHM, Selfossi
- Björgvin Óli Ingvarsson, trésmiður og sjúkraflutningamaður, Geirakoti
- Renuka Perera, veitingakona, Tjarnarbyggð
- Björn Harðarson, bóndi, Holti
- Guðbjörg S. Kristjánsdóttir, grunnskólakennari, Selfossi
- Arnar Elí Ágústsson, sölustjóri, Tjarnarbyggð
- Sylwia Konieczna, matráður, Selfossi
- Þórir Haraldsson, lögfræðingur, Selfossi
- Jón Ólafur Vilhjálmsson, stöðvarstjóri, Selfossi
- Sigrún Jónsdóttir, þjónustufulltrúi, Selfossi
- Ármann Ingi Sigurðsson, tæknimaður, Selfossi
- Margrét Katrín Erlingsdóttir, löggiltur bókari, Stóra-Aðalbóli
Málefnavinna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefst strax eftir áramót en öllum íbúum sveitarfélagsins verður boðið að koma að þeirri vinnu með einum eða öðrum hætti.