Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Árborg samþykktur

Deila grein

13/12/2013

Framboðslisti Framsóknar í Árborg samþykktur

helgisigFramboðslisti Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg 2014 var samþykktur á fjölmennum félagsfundi í Framsóknarhúsinu á Selfossi í kvöld. Það var mikill einhugur á fundinum og stefnan sett hátt fyrir næsta vor. Uppstillingarnefnd sem skipuð var í byrjun október lagði fram tillögu sína sem var samþykkt samhljóða. Helgi S. Haraldsson bæjarfulltrúi skipar fyrsta sæti listans og Íris Böðvarsdóttir er í öðru sæti. Ragnar Geir Brynjólfsson situr í þriðja sæti og Karen H. Karlsdóttir Svendsen er í fjórða sæti. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn einn bæjarfulltrúa kjörinn í bæjarstjórn.
Listinn í heild sinni:

 1. Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi og svæðisstjóri, Selfossi
 2. Íris Böðvarsdóttir, varabæjarfulltrúi og sálfræðingur, Óseyri
 3. Ragnar Geir Brynjólfsson, kerfisstjóri og framhaldsskólakennari, Selfossi
 4. Karen Karlsdóttir Svendsen, leiðbeinandi og háskólanemi, Selfossi
 5. Guðrún Þóranna Jónsdóttir, sérkennari, Selfossi
 6. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Selfossi
 7. Gissur Kolbeinsson, fulltrúi hjá BHM, Selfossi
 8. Björgvin Óli Ingvarsson, trésmiður og sjúkraflutningamaður, Geirakoti
 9. Renuka Perera, veitingakona, Tjarnarbyggð
 10. Björn Harðarson, bóndi, Holti
 11. Guðbjörg S. Kristjánsdóttir, grunnskólakennari, Selfossi
 12. Arnar Elí Ágústsson, sölustjóri, Tjarnarbyggð
 13. Sylwia Konieczna, matráður, Selfossi
 14. Þórir Haraldsson, lögfræðingur, Selfossi
 15. Jón Ólafur Vilhjálmsson, stöðvarstjóri, Selfossi
 16. Sigrún Jónsdóttir, þjónustufulltrúi, Selfossi
 17. Ármann Ingi Sigurðsson, tæknimaður, Selfossi
 18. Margrét Katrín Erlingsdóttir, löggiltur bókari, Stóra-Aðalbóli

Málefnavinna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefst strax eftir áramót en öllum íbúum sveitarfélagsins verður boðið að koma að þeirri vinnu með einum eða öðrum hætti.