Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur verið samþykktur. Flokkurinn er með 5 sveitarstjórnarmenn í sveitarstjórn Skagafjarðar og hreinan meirihluta.
Stefán Vagn Stefánsson formaður byggðaráðs leiðir listann en hinir fjórir fulltrúar flokksins gefa ekki kost á sér í efstu sætin. Ingibjörg Huld Þórðardóttir situr í öðru sætinu, Laufey Kristín Skúladóttir í því þriðja og Axel Kárason verður í því fjórða. Þórdís Friðbjörnsdóttir, Viggó Jónsson og Bjarki Tryggvason sem öll eru í framvarðasveit núverandi sveitarstjórnarlista eru í heiðurssætum nú eða þeim þremur síðustu.
Á framboðslistanum eru átta konur og tíu karlar og er jafnt kynjahlutfall í 16 efstu sætunum.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði:
- Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og sveitarstjórnarfulltrúi
- Ingibjörg Huld Þórðardóttir, talmeinafræðingur
- Laufey Kristín Skúladóttir, markaðs- og sölustjóri
- Axel Kárason, dýralæknir
- Einar Einarsson, bóndi
- Sigríður Magnúsdóttir, sérfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi
- Jóhannes Ríkharðsson, bóndi
- Atli Már Traustason, bóndi
- Eyrún Sævarsdóttir, verkefnastjóri
- Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og doktor í lífvísindum
- Björn Ingi Ólafsson, starfsmaður í mjólkursamlagi
- Sigurlína Erla Magnúsdóttir, ráðunautur
- Sigurður Bjarni Rafnsson, framleiðslustjóri
- Guðrún Kristófersdóttir, atvinnurekandi
- Snorri Snorrason, skipstjóri
- Þórdís Friðbjörnsdóttir, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi
- Viggó Jónsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi
- Bjarki Tryggvason, skristofustjóri og sveitarstjórnarfulltrúi