B-listi Framsóknar- og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð 2018 var lagður fram og samþykktur einróma í fulltrúaráði þann 15. mars. B-listann skipa einstaklingar alls staðar að úr Dalvíkurbyggð með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og er kynjahlutfall jafnt á listanum, 7 konur og 7 karlar.
Katrín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar hf. skipar efsta sæti listans en hún sat í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-listann. Í öðru sæti er Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri og í því þriðja er Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi. Í heiðurssæti listans er Atli Friðbjörnsson á Hóli, bóndi og fyrrv. oddviti.
Málefnavinna er farin í gang. Mikil tilhlökkun og gleði er ríkjandi í framboðshópnum og vilji til að fylgja eftir mikilli og góðri uppbyggingu sveitarfélagsins og gera gott byggðarlag enn betra.
Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð:
- Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri
- Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri
- Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi
- Felix Rafn Felixson, viðskiptafræðingur
- Jóhannes Tryggvi Jónsson, sjúkraflutningamaður og bakari
- Lilja Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
- Tryggvi Kristjánsson, verslunarstjóri
- Kristinn Bogi Antonsson, viðskiptastjóri
- Monika Margrét Stefánsdóttir, MA í heimskautarétti
- Sigvaldi Gunnlaugsson, vélvirki
- Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, glerlistakona
- Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri
- Eydís Arna Hilmarsdóttir, sjúkraliði
- Atli Friðbjörnsson, bóndi og fv.oddviti